Kínverski ljósmyndarinn Lu Guang týndur

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Ljósmyndarinn Lu Guang hefur verið týndur síðan 3. nóvember. Eiginkona hans fékk þær upplýsingar að hann hefði verið numinn á brott.

Kínverski verðlaunaljósmyndarinn Lu Guang er týndur samkvæmt eiginkonu hans, Xu Xiaoli. Xu Xiaoli segir eiginmann sinn hafa verið numinn á brott fyrir rúmum þremur vikum af öryggisvörðum á vegum Xinjiang-héraðsins í norðvesturhluta Kína. Þessu sagði hún frá í viðtali við The Associated Press.

Xu sagði eiginmann sinn hafa verið á ferðalagi um Xinjiang-héraðið þann 3, nóvember. Hann átti þá að mæta á fund annars ljósmyndara þann 5. nóvember en mætti aldrei á fundinn.

Xu hefur síðan þá gert tilraunir til að hafa uppi á eiginmanni sínum en fékk þær upplýsingar að öryggisverðir Xinjiang-héraðs hefðu numið hann á brott. Þetta kemur fram í frétt á vef Time. Xu hefur ekki fengið nánari upplýsingar um hvarf Lu.

„Ég veit að hann myndi ekki gera neitt ólöglegt,“ sagði Xu.

Þess má geta að ljósmyndarinn Lu Guang hefur unnið til verðlauna fyrir ljósmyndir sínar sem hafa varpað ljósi á líf og tilveru m.a. kolanámumanna, eiturlyfjafíkla og alnæmissjúklinga.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Lestu meira