Kínverski ljósmyndarinn Lu Guang týndur

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Ljósmyndarinn Lu Guang hefur verið týndur síðan 3. nóvember. Eiginkona hans fékk þær upplýsingar að hann hefði verið numinn á brott.

Kínverski verðlaunaljósmyndarinn Lu Guang er týndur samkvæmt eiginkonu hans, Xu Xiaoli. Xu Xiaoli segir eiginmann sinn hafa verið numinn á brott fyrir rúmum þremur vikum af öryggisvörðum á vegum Xinjiang-héraðsins í norðvesturhluta Kína. Þessu sagði hún frá í viðtali við The Associated Press.

Xu sagði eiginmann sinn hafa verið á ferðalagi um Xinjiang-héraðið þann 3, nóvember. Hann átti þá að mæta á fund annars ljósmyndara þann 5. nóvember en mætti aldrei á fundinn.

Xu hefur síðan þá gert tilraunir til að hafa uppi á eiginmanni sínum en fékk þær upplýsingar að öryggisverðir Xinjiang-héraðs hefðu numið hann á brott. Þetta kemur fram í frétt á vef Time. Xu hefur ekki fengið nánari upplýsingar um hvarf Lu.

- Auglýsing -

„Ég veit að hann myndi ekki gera neitt ólöglegt,“ sagði Xu.

Þess má geta að ljósmyndarinn Lu Guang hefur unnið til verðlauna fyrir ljósmyndir sínar sem hafa varpað ljósi á líf og tilveru m.a. kolanámumanna, eiturlyfjafíkla og alnæmissjúklinga.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -