Þriðjudagur 18. júní, 2024
7.8 C
Reykjavik

Láttu bifvélavirkjann ekki blekkja þig

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það hefur komið fyrir að viðskiptavinir bílaverkstæða reiði fram fúlgur fjár fyrir þjónustu sem ekki var beðið um. Til dæmis að farið sé með bíl í hjólaleguskipti en þegar bíllinn er sóttur er búið að skipta um hjólalegu og gott betur. Það eru komnir nýir bremsuklossar, dælur og borðar því bifvélavirkinn sá þegar hann byrjaði að vinna í bílnum að tími væri kominn á þessa hluti og því skipti hann um þá í leiðinni.
Hvað gerir neytandinn þá? Í mörgum tilfellum borgar hann þann reikning sem hann fær afhentan, í þeirri trú að þetta sé rétt hjá bifvélavirkjanum. Er eitthvað annað í stöðunni?

Þekktu rétt þinn

Fæst okkar myndu sætta sig við að fara út í búð eftir potti af mjólk en koma þaðan út með þvottaduft og klósettpappír líka því kaupmaðurinn hafi sagt að þetta færi nú að klárast heima hjá þér. Auðvitað myndi fólk ekki sætta sig við það heldur berja í borðið. Af hverju er þessu öðruvísi farið þegar kemur að rétti neytandans vegna keyptrar þjónustu hjá bílaverkstæðum? Ein skýring getur verið sú að hinn almenni bílaeigandi hefur ekki þekkingu á búnaði bíla. Önnur er sú að við trúum því að öryggi okkar og annarra í umferðinni sé í húfi, segi bifvélavirkinn að svo sé og því hafi verið nauðsynlegt til dæmis að skipta út bremsubúnaði. En málið snýst ekki um það. Það snýst um að þarna er verið að brjóta á neytandanum með því að rukka fyrir vöru eða þjónustu sem ekki var óskað eftir. Réttur neytenda er nefnilega meðal annars fólginn í því að borga ekki fyrir það sem ekki var beðið um.

„Þarna eiga við lög um þjónustukaup, að því gefnu að það sé einstaklingur sem fer með bifreiðina á verkstæði. Ef í ljós kemur, meðan á verki stendur að vinna þurfi viðbótarverk þá ber verkstæðinu að setja sig í samband við kaupanda og fá frekari fyrirmæli frá honum. Hann þarf að veita samþykki fyrir því að farið verði í verkið. Vilji kaupandi ekki láta framkvæma viðbótaverk er verkstæðinu ekki heimilt að fara í það,“ segir Einar Bjarni Einarsson, lögfræðingur hjá Neytendasamtökunum, í samtali við Mannlíf.
Á þessu eru undantekningar, til dæmis ef ekki næst í kaupanda þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir innan eðlilegs tímaramma og viðbótarverkið sé nauðsynlegt vegna hættu sem skapast verði það ekki gert. En almenna reglan er sú að kaupandi sé sá sem þurfi að samþykkja að farið verði í viðbótarverk.

Að borga eða ekki borga

Strangt til tekið getur kaupandi neitað að borga fyrir það sem gert var án hans samþykkis (heyri viðbótarverkið undir framangreindar undantekningar). „Unnt væri fyrir einstakling sem lendir í þessu að bera ágreininginn undir kærunefnd vöru- og þjónustukaupa og fá úr því skorið hvort þetta hafi verið í samræmi við lög um þjónustukaup,“ segir Einar sem hvetur neytendur til að kynna sér rétt sinn lendi þeir í atvikum sem þessum.

- Auglýsing -

Ertu með ábendingu? Sendu okkur línu. >

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -