Fimmtudagur 25. júlí, 2024
12.8 C
Reykjavik

Verðgáttin óvirk og forstöðumaðurinn segist hættur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Vefsíðan Verðgáttin hefur verið óvirk í nokkurn tíma en henni var ætlað að auðvelda neytendum á Íslandi að bera saman vöruverð hjá Bónus, Krónunni og Nettó. Síðan er á vegum Rannsóknarseturs verslunarinnar og íslenskra stjórnvalda í samstarfi við þær verslanir sem tóku þátt í verkefninu.

Síðan var opnuð þann 7. júní í fyrra með miklum látum og fjölluðu allir helstu fjölmiðlar landsins um málið. „Neytendur geta þá búið til sína eigin körfu og aðeins snert á því hvar ódýrasta karfan er og í hvaða búð,“ sagði Magnús Sigurbjörnsson, forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar, við RÚV um síðuna þegar hún opnaði.

En eins og áður sagði er síðan óvirk í dag og eftir ítrekaðar fyrirspurnir Mannlífs um málið barst tölvupóstur frá Magnúsi þar sem hann greindi frá því að hann væri hættur sem forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar og svaraði engu varðandi fyrirspurn um Verðgáttina. Magnús er þó ennþá skráður sem forstöðumaður á heimsíðu Rannsóknarseturs verslunarinnar og á eigin Linkdin síðu.

Engar fréttir eða tilkynningar er að finna á heimasíðu eða samfélagsmiðlum Rannsóknarseturs verslunarinnar um nýjan forstöðumann eða af hverju Verðgáttin er óvirk. Rannsóknarsetur verslunarinnar var stofnað árið 2004 og að því standa Menningar- og viðskiptaráðuneytið, VR, Samtök verslunar og þjónustu, Bílgreinasambandið og Háskólinn á Bifröst

Verðgáttin ári eftir að hún opnaði

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -