Fimmtudagur 20. júní, 2024
8.1 C
Reykjavik

Margir minnast Leifs – stórmerkilegur ferill einstaks manns

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Leifur Hauksson útvarpsmaður lést á laugardaginn, sjötugur að aldri, eftir veikindi. Leifur fæddist 11. október 1951 í Kópavogi, en Guðrún Bachmann, ekkja Leifs, greindi frá and­láti hans.

Leifur sinnti dagskrárgerð á báðum rásum Ríkisútvarpsins um margra ára skeið og var einn af reyndustu útvarpsmönnum landsins. Hann var þekktur fyrir áhuga sinn á fólki og einstakri natni við að taka viðtöl. Stjórnaði hann meðal annars morgunútvarpi Rásar 2 ásamt Kristínu Ólafsdóttur og Samfélaginu í nærmynd á Rás eitt ásamt fleira dagskrárgerðarfólki útvarpsins.

Þótt flestir minnist hans fyrir þætti hans á ríkisútvarpinu var hann einnig tónlistarmaður og leikari.

Þá var Leifur meðlimur í hljómsveitunum Þokkabót og Hrekkjusvín en síðarnefnda hljómsveitin var samstarfsverkefni Þokkabótar og Spilverks þjóðanna. Plata þeirra Valgeirs Guðjónssonar; Lög unga fólksins naut töluverðra vinsælda á sínum tíma. Hann lék á gít­ar í hljóm­sveit­inni Þokka­bót og var einn leik­ara í söng­leikn­um Hár­inu þegar hann var sýnd­ur í Glaum­bæ.

- Auglýsing -

Leifur lék einnig í kvikmyndum og kom fram í sjónvarpsþáttunum. Hann lék til að mynda Baldur, eitt aðalhlutverkið, í Litlu hryllingsbúðinni í Íslensku óperunni árið 1985.og í sjónvarpsþáttunum Kötlu sem frumsýndir voru síðasta sumar.

Þau Guðrún bjuggu norður á Ströndum um tíma þar sem Leifur kenndi við Klúkuskóla. Hann var jafnframt skólastjóri þar um hríð. Þau hjónin ráku einnig garðyrkjubýli á bænum Bakka í Bjarnarfirði ásamt vinafólki sínu. Leifur lék eitt burðarhlutverkanna í Litlu hryllingsbúðinni þegar hún var sett upp um miðjan níunda áratuginn og var í hljómsveitinni Þyrlum frá Hólmavík.

Leifur og Guðrún elskuðu að ferðast en þau lýstu ferðalögum sínum í viðtali hjá Lifðu núna árið 2017. Þar segja þau frá ferðum sínu og hvað þau voru ánægð með að geta nýtt sér fyrirkomulagið heimilaskipti á ferðum sínum. Þau segjast hafa: „ferðast mikið um dagana og hefðu upplifað ferðalög þar sem gist var á tjaldstæði eða farfuglaheimilum, á hótelum og Airbnb íbúðum; „Við sjáum þetta sem tækifæri til að ferðast meira, án þess að borga stórfé í gistingu og ég er ekki spennt fyrir því lengur gista á tjaldstæðum“, sagði Guðrún í viðtalinu þegar þú voru spurð út í heimiliskiptin.  „Auk þess viljum við frekar nota peningana í að gera eitthvað skemmtilegt í ferðinni en borga fyrir dýra gistingu.“

- Auglýsing -

Árið 2016 hlytu Leifur ásamt Þórhildi Ólafsdóttur og Birni Þór Sigbjörnssyni fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins á Degi íslenskrar náttúru fjölmiðlaverðlaun fyrir útvarpsþáttinn sinn Samfélagið sem var á dagskrá Rásar 1.

Í rökstuðningi dómnefndar segir m.a.: Samfélagið á Rás 1, RÚV hljóðvarpi, hlýtur fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins árið 2016 fyrir að gefa íslenskri náttúru rödd á öldum ljósvakans með því að gera umhverfismál að þungamiðju í ritstjórnarstefnu sinni. Umsjónarmenn þáttarins, þau Leifur Hauksson, Þórhildur Ólafsdóttir og Björn Þór Sigbjörnsson, hafa ásamt sérfræðingum, sem þau hafa fengið til liðs við sig unnið framúrskarandi starf við að fjalla um náttúruvernd í víðum skilningi og benda á ógnir sem steðja að náttúrunni, en einnig að tengja þá umfjöllun öðrum málefnum, sem eru efst á baugi, og vekja hlustendur til vitundar um hve mikilvæg umhverfismál eru í daglegu lífi þeirra.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -