Laugardagur 9. nóvember, 2024
9.9 C
Reykjavik

Margrét Erla Maack með alvarlegt fæðingarþunglyndi: – „Ég var nærri því komin í sjálfsvígshugsanir“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

 

„Líf barnsins míns og mannsins míns yrðu bara betra ef ég myndi bara hverfa, ef ég myndi bara fara, flytja til útlanda,“ sagði Margrét Erla Maack, fjölmiðlamaður og sviðslistakona, um þá erfiðleika og þær hugsanir sem hún glímdi við eftir að hún eignaðist barn og þunglyndið helltist yfir hans. Hún var gestur í þættinum Segðu mér hjá Brynju Þorgeirsdóttur á Rás 1. Þar segir hún á einlægan hátt frá alvarlegu fæðingarþunglyndi sem stóð mánuðum saman.

„Hún fæðist í október 2019 og ég varð strax mjög þung, líka af því að brjóstagjöfin gekk ekki vel“. Margrét segir meðgönguna hafa gengið mjög vel og fæðinguna hafa verið erfiða en góða. Hún hafði ekki kynnst þunglyndi á eigin skinni áður og vissi í raun ekki mikið um það. Hún horfðist ekki í augu við þunglyndið fyrr en 14 mánuðum síðar.

„Ég fékk mikið fæðingarþunglyndi líka en ég er að stíga upp úr því svona fyrst núna þegar hún er orðin 20 mánaða“.

Hún lýsti því hvernig henni leið.

„Ofboðsleg depurð, enginn framkvæmdarvilji og lítil þolinmæði gagnvart barninu mínu sem gat enga björg sér veitt og ég einhvern vegin svona setti mér vondar tilfinningar í garð hennar sem var ofboðslega erfitt líka“.

- Auglýsing -

 

Alvarlegt ástand

Margrét sagðist nærri því að hafa verið farin að fá „sjálfsvígshugsanir“ og að henni finndist barnið og barnsfaðir sinn betur sett ef hún léti sig hverfa úr þeirra lífi.

- Auglýsing -

Covid – faraldurinn skall á stuttu eftir að hún eignaðist dótturina og það var ekki til þess að hjálpa ástandi hennar.

„Ég gerði mér ekki grein fyrir því hvað ég speglaði mig mikið í vinnunni minni fyrr en að það mátti ekki vinna lengur, ég vinn sem skemmtikraftur og fjölmiðlakona og danskennari og allt það sem ég vann við á þessum tíma var þess eðlis að fólk þurfti að koma saman svo ég gæti unnið“. Ekki varð þetta til þess að bæta ástand Margrétar Erlu.

„Maður var að koma út úr svona mjög takmörkuðu fæðingarorlofi og gat einhvern vegin ekki heldur framfleytt sér og svona, þá fékk maður svona ég er slæm móðir, ég get ekki búið henni öryggi“.

Fjárhagsáhyggjur bættust því ofan á þunglyndið.

 

Kom til baka

Margrét Erla segist hafa glímt við mikið samviskubit vegna þess hvernig henni leið. Hún hóf svo lyfjameðferð við þunglyndinu og segir að hún hafi komið til baka eftir þrjá daga á lyfjunum.

Margrét hrósar barnsföður sínum og segir: „Takk fyrir að vera hérna en þá því ég hefði farið frá mér, það er bara svo skýrt í mínum huga að ég hefði ekki getað þetta ef ég hefði verið á hinum endanum“.

Þátturinn í heild sinni. 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -