Þriðjudagur 23. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Milljarðahöllin stenst ekki kröfur: „Geta þessir jólasveinar ekki gert neitt rétt í Garðabæ?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í Vetrarmýri í Garðabæ rís nú dýrasta knattspyrnuhús landsins; kostnaður við verkið er um fimm milljarðar króna, en húsið er rúmlega átján þúsund fermetrar að stærð; með rými fyrir knattspyrnuvöll í fullri stærð; upphitunaraðstöðu og tilheyrandi stoðrýmum.

Nú er komið á daginn að í þessu rándýra knattspyrnuhúsi í Garðabæ er knattpyrnuvöllurinn ekki löglegur fyrir keppnisleiki á efsta stigi; landsleiki og leiki í efstu deildum karla og kvenna; aðeins í neðri deildunum.

Ástæðan fyrir þessu er lofthæð hallarinnar: Hún er fjórtán metrar en þyrfti að vera rúmlega sex metrum hærri til að uppfylla skilyrði KSÍ varðandi leiki í efstu deildunum og landsleiki.

Svokallaðar „innihallir“ hafa risið víða um land allt á undanförnum árum og áratugum, en aðeins tvær af „höllunum“ – Kórinn í Kópavogi og Egilshöll í Grafarvogi uppfylla skilyrðin um áðurnefnda lofthæð.

Þessi lága lofthæð í Garðabæ hefur fallið í grýttan jarðveg margra innan knattspyrnusamfélagsins hér á landi; margir eru undrandi og janvel reiðir, sérstaklega þegar tekið er tillit til að húsið kostar fimm þúsund milljónir króna.

Þetta mál var til dæmis til umræðu í hlaðvarpsþættinum vinsæla en umdeilda, Dr. Football, sem margir áhugamenn um íslenska knattspyrnu fylgjast með.

- Auglýsing -

Þar var ýmislegt á kjarnyrtri íslensku látið flakka um málið; gagnrýndi þáttastjórnandi hlaðvarpsins, gamli markvörðurinn Hjörvar Hafliðason meðal annars bæjaryfirvöld í Garðabæ harðlega enda fjárfestingin við húsið rándýr eins og áður hefur komið fram:

„Garðbæingar byggðu dýrustu höll sögunnar og það má ekki keppa í henni!“ og varpaði síðan fram þessari spurningu:

„Geta þessir jólasveinar ekki gert neitt rétt í Garðabænum?“

- Auglýsing -

Gestur Hjörvars í þættinum er ekki minni orðhákur en Hjörvar, Lúðvík Jónasson, sem er Garðbæingur í húð og hár, fyrrum knattspyrnumaður og framkvæmdastjóri Bestun Birtingahúss. Hann var ekki lengi að taka undir orð Hjörvars og sagði að „það er allt í rugli í bæjarstjórninni í Garðabæ.“

Íþrótta-, tómstunda- og forvarnarfulltrúi Garðabæjar er Kári Jónsson og segir hann að aðalmarkmiðið með byggingunni sé að hafa bestu mögulega æfingaaðstöðu en um leið uppfylla þarfir fyrir æfingaleiki og viðburði sem ekki þarfnast meiri lofthæðar. Samkvæmt Kára hefur það því aldrei verið ætlunin „að halda landsleiki eða að spila leiki í efstu deildunum í nýja fjölnota íþróttahúsinu sem nú rís í Vetrarmýri; það mun umbylta aðstöðu fyrir æfingar í Garðabæ“ en húsið mun verða upphitað og með góðri loftræstingu og einni bestu þrekæfingaaðstöðu á Íslandi. Kári segir mikla eftirvæntingu ríkja í Garðabæ varðandi húsið sem verður tekið í notkun einhvern tímann eftir áramót.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -