Fimmtudagur 20. júní, 2024
8.8 C
Reykjavik

Neytendasamtökin kvarta til Neytendastofu vegna kalkfyllts tyggjó

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Neytendasamtökin eru ósátt við skýringar Innes á því hvers vegna neytendur fá nú minna tyggigúmi en áður þrátt fyrir að greiða sama verð.

Neytendasamtökunum barst í liðinni viku ábending um að tyggjóum í pokum frá Extra hafi fækkað úr 25 í 21 en verðið haldist óbreytt. „Það þýðir í raun 19% hækkun hvers tyggjóstykkis,“ segir í áliti samtakanna.

Páll Hilmarsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs Innes sem flytur inn Extra sagði við Morgunblaðið vegna málsins að eiginleika vörunnar hafi breyst. Hún er orðin enn betri fyr­ir tenn­urn­ar og al­menna tann­heilsu,“ sagði Páll við blaðið. Verðhækkunin sagði hann tengjast svokölluðum míkrókornum sem bætt væri í tyggjóið. Slíkt hefði lengi tíðkast í svokallaðri prófessional línu Extra og sé nú í hefðbundnum línum fyrirtækisins.

Í tlkynningu á vef Neytendasamtakanna segir að í kjölfar upplýsinganna frá Innes hafi samtökin kannað eiginleika hinna svokölluðu „míkrókorna“. „Í kjölfarið sendu Neytendasamtökunum Innnesi fyrirspurn um hvort fullyrðingin um að varan sé betri en áður fyrir tennur og tannheilsu væri studd gögnum og hvað átt væri við með „míkrókornum”. Innnes gat ekki sýnt fram á að atvinnumannatyggjóið væri betra fyrir tannheilsuna en leikmannatyggjóið, en svaraði því til að míkrókornin væru úr „kalsíum fosfat fylliefni”. Örstutt leit á netinu leiðir í ljós að „kalsíum fosfat fylliefni” eru skrauthvörf fyrir það sem í daglegu tali er kallað kalk,“ segir í svari Neytendasamtakanna.

Samtökin hafa sent kvörtun á Neytendastofu vegna málsins. „Eftir stendur að órökstudd fullyrðing Páls um að tyggjóið sé betra fyrir tannheilsu en áður og hafa Neytendasamtökin sent ábendingu til Neytendastofu vegna villandi viðskiptaaðferðar og fer fram á að fyrirtækið sýni fram á réttmæti fullyrðingarinnar eða dragi hana ella til baka með fullnægjandi hætti.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -