Fimmtudagur 20. júní, 2024
8.8 C
Reykjavik

Presturinn sagði vitlaust nafn í kirkjunni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þau Alma Jónsdóttir og Matthías Árni ákváðu að slá tvær flugur í einu höggi þann 12. ágúst í fyrra – að ganga í það heilaga og skíra son sinn, Jón Inga, á sama tíma í Hafnarfjarðarkirkju.

„Dagurinn var fullkominn í alla staði, æðislegt veður og fjölskylda og vinir samankomnir til að fagna deginum með okkur,“ segir Alma. Það var þó eitt óvænt, en frekar fyndið, atvik í athöfninni sjálfri, sem vakti mikla athygli fram eftir degi og kvöldi.

„Athöfnin hafði gengið rosalega vel. Við byrjuðum á að skíra Jón Inga og var það æðisleg stund þar sem hann er skírður í höfuðið á öfum sínum sem voru þarna með okkur. Svo var komið að því að gifta okkur. Presturinn, sem við þekkjum bæði vel, var búinn að vera í smávegis veseni með hátalarakerfið en lét það ekki á sig fá og hélt áfram með athöfnina. Þegar kom að því að spyrja okkur hvort við vildum ganga að eiga hvort annað byrjaði hann á að spyrja Matthías hvort það væri einlægur ásetningur hans að ganga að eiga Telmu sem við hlið hans stæði. Þarna var maðurinn minn sem betur fer fljótur að svara: „Nei Ölmu!“ Þá roðnaði presturinn smávegis og gátum ekki annað en brosað. Athöfnin hélt svo áfram áfallalaust og við gengum út úr kirkjunni gift,“ segir Alma og bætir við:

„Eftir athöfnina kom presturinn til okkar og ætlaði að fara biðja okkur afsökunar á þessu atviki en við vorum fljót að stoppa hann og hlæja bara að þessu með honum.“

Segja má að þessi nafnaruglingur hafi verið eitt af aðalskemmtiatriðunum í veislunni eftir athöfnina.

„Þar sem að hátalarakerfið var búið að vera eitthvað aðeins að stríða okkur voru það ekki margir sem heyrðu prestinn segja rangt nafn, en þeir sem heyrðu þetta fannst þetta bara skondið atvik. Í veislunni var þetta hins vegar aðalgrínið og mikið hlegið af þessu. Í dag getum við svo sannarlega hlegið jafnmikið að þessu og við gerðum á brúðkaupsdaginn,“ segir Alma.

Þetta viðtal er hluti af stærra efni í nýjasta tölublaði Mannlífs um óvæntar uppákomur á brúðkaupsdaginn. Smelltu hér til að lesa Mannlíf á netinu.

- Auglýsing -

Mynd / Zack Gemmell

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -