Þriðjudagur 16. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Reykjanesbær: Umsækjendum um fjárhagsaðstoð og húsnæðisstuðning fjölgaði mikið á einu ári

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Beiðnum um fjárhagsaðstoð og húsnæðisstuðning fjölgaði mikið frá júní 2020 til júní 2021 í Reykjanesbæ.

Umsækjendum með samþykkta fjárhagsaðstoð hefur fjölgað í Reykjanesbæ um 11,2 prósent milli júní 2020 og 2021.

Í júní á þessu ári fengu 149 einstaklingar fjárhagsaðstoð frá Reykjanesbæ og alls voru greiddar 22.084.326 krónur, en á tíma fyrir ári fengu 134 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð, námu þá alls 18.607.766 krónum.

Atvinnuleysi á svæðinu hefur lengi verið með því mesta á Íslandi og gerði Covid 19 faraldurinn stöðuna enn verri en ella: erfið fjárhagsstaða Reykjanessbæjar og erfið staða fólks sem glímir við atvinnuleysi, slæma fjárhagsstöðu og slæma húsnæðisstöðu er því miður enn verri í dag en fyrir rúmu ári síðan, en rekja má áðurnefnda aukningu fyrst og síðast til heimsfaraldursins sem enn er í fullum gangi.

277 einstaklingar fengu núna í júní greiddan sérstakan húsnæðisstuðning sveitarfélagsins, sem í krónum talið var samtals að upphæð kr. 3.785.155.

Árinu á undan í sama mánuði fengu 227 einstaklingar sérstakan húsnæðisstuðning greiddan, samtals krónur 3.044.856.

- Auglýsing -

Umsækjendum með samþykktan sérstakan húsnæðisstuðning fjölgaði því um 22 prósent á einu ári.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -