Þriðjudagur 10. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Skyndilegt brotthvarf Ármanns

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Brotthvarf bæjarstjórans og leiðtogans, Ármanns Kr. Ólafssonar, úr bæjarmálunum í Kópavogi kom mörgum á óvart þar sem hann virtist á yfirborðinu vera í sterkri stöðu. Ármann hafði unnið slagi við stuðningsmenn Gunnars heitins Birgissonar og náð sínu fram. Vandi hans var hins vegar sá að innan eigin flokks átti hann erfitt uppdráttar. Sjálfstæðisflokkurinn var í raun klofinn og litlar sem engar líkur á að  hann næði endurkjöri sem leiðtogi. Það sem fór sérstaklega fyrir brjóst samstarfsmanna Ármanns var náið samstarf hans við Theodóru Þorsteinsdóttur, bæjarfulltrúa Viðreisnar og áður Bjartrar framtíðar. Ármann og Thedóra störfuðu saman í meirihluta á þarsíðasta kjörtímabli en síðan tók Sjálfstæðisflokkurinn  saman við Framsóknarflokkinn, gegn vilja Ármanns. Samstarf þeirra var náið og aðrir bæjarfulltrúar meirihlutans töldu sig heyra af af ýmsum mikilvægum ákvörðunum teknar af þeim tveimur úti í bæ. Olli þetta mikilli óánægju og djúpt vantraust ríkti á milli þriggja bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Theodóru. Það vantraust hefur verið ríkjandi áfram þótt nýr meirihluti hafi orðið til. Samstarf þeirra Thedóru hélt áfram, að talið var, og var metið sem pólitískt framhjáhald þar sem Framsóknarflokkurinn var kokkálaður. Þetta varð banabiti Ármanns sem leiðtoga. Vonir standa til þess að Sjálfstæðismenn muni ná að stilla saman strengi sína þegar Ármann er horfinn á braut. Orðrómur er uppi um að hann muni taka að sér að leiða verktakafyrirtæki í Kópavogi þegar biðlaunum hans sleppir. …

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -