Miðvikudagur 19. júní, 2024
8.8 C
Reykjavik

Varað við vinsælum snuðum sem hafa verið seld án umbúða

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Neytendastofa hefur fengið fjölda ábendinga út af BIBS snuðum. Snuðin hafa verið seld án umbúða, viðvarana og leiðbeininga sem eiga að fylgja snuðunum. Verslanir sem Neytendastofa hefur haft vitneskju um að selt hafi snuðin hafa tekið þau úr sölu. Neytendastofu berast þó en ábendingar um verslanir sem eru að selja snuðin og að þau hafi verið vinsæl. Þessu er sagt frá á vef Neytendastofu.

Þar segir að snuðin hafi verið seld umbúðalaus upp úr dollum og flokkuð eftir litum. Neytendastofa bendir á að þar sem snuðin séu ekki í umbúðum er auðvelt að snerta mörg snuð þegar eitt er tekið úr dollunni. „Það er ekki leyfilegt að selja snuð án umbúða og er ein ástæða þess augljós þegar veirufaraldur geisar eins núna,“ segir á vef Neytendastofu.

Neytendastofa vekur einnig athygli á því að mikilvægt er að kaupa snuð sem hæfir aldri barns. „Engar merkingar eru á umbúðalausu snuðunum sem segja til um fyrir hvaða aldur þau eru, hve lengi þau endast eða almennt um viðvaranir og leiðbeiningar sem verða alltaf að fylgja snuðum. Það er auk þess ekki nægilegt að merkja snuðin með 1 eða 2 þar sem það segir ekkert um fyrir hvaða aldur snuðin eru. Það skiptir miklu máli að snuð hafi þær viðvaranir og leiðbeiningar sem eiga við.“

BIBS snuðunum fylgja engar upplýsingar er fram kemur á vef Neytendastofu. Þar segir að snuð skuli vera seld í umbúðum þar sem allar nauðsynlegar upplýsingar koma fram, svo sem nafn dreifingaraðila, tegund snuðs, stærð, fyrningardagur og lotunúmer. Þá þurfa viðvaranir og notkunarleiðbeiningar að fylgja með.

Neytendastofa hvetur neytendur til að senda inn ábendingu í gegnum Mínar síður ef það hefur vitneskju um hvar enn er verið að selja snuð án umbúða, varúðamerkinga og leiðbeininga.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -