Fimmtudagur 20. júní, 2024
7.7 C
Reykjavik

Viðskiptaráð sátt við þriðja orkupakkann enda sé „ekkert að óttast“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Einu verulegu álitamálin varðandi pakkann byggjast á sæstreng til Evrópu, sem ekki er fyrir að fara hér á landi og verður ekki án samþykkis Alþingis,“ segir í umsögn Viðskiptaráðs til Alþingis vegna málsins.

Þá segir Viðskiptaráð ekki rétt að þriðji orkupakkinn skyldi íslensk stjórnvöld til að leggja sæstreng. Hann gangi ekki gegn stjórnarskrá, haggi ekki yfirráðum Íslands yfir orkuauðlindum og Viðskiptaráð telur orkupakka 1 og 2 ekki hafa hækkað orkuverð.

Þá kemur fram að innleiðing EES-gerðar á við þriðja orkupakkann kalli undir eðlilegum kringumstæðum ekki á ítarlega umsögn Viðskiptaráðs. „Í ljósi þess hvert umræðan um málið er komin, þar sem umfangsmesta og mikilvægasta milliríkjasamningi sem Ísland hefur gert er teflt í tvísýnu, getur Viðskiptaráð ekki annað en fjallað með ítarlegum hætti um innleiðinguna og það sem raunverulega er undir í málinu: EES-samninginn.“

Í umsögn Viðskiptaráðs segir að þriðji orkupakkinn styðji við skilvirkni og samkeppni á raforkumarkaði „án þess að skaða að neinu leyti hagsmuni lands og þjóðar.“ Varað er við pólitískum afleiðingum þess að hafna þriðja orkupakkanum. „Hagsmunir íslensku þjóðarinnar af EES-samningnum vega mun þyngra en óskilgreindir og hugsanlegir annmarkar við innleiðingu orkupakkans. EES-innleiðingu hefur aldrei verið hafnað og höfnun á innleiðingu EES-gerða er neyðarúrræði sem verður að meðhöndla sem slíkt.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -