Fimmtudagur 18. júlí, 2024
10.9 C
Reykjavik

Níræð kona látin vegna nóróveirusmits

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mbl.is greinir frá því að kona á níræðisaldri hafi látist á sjúkrahúsi á Akureyri vegna nóroveirusýkingar en hún hafi smitast á hóteli á Austurlandi.

Samkvæmt Heilbrigðiseftirliti Austurlands sýktust minnst 12 manns en sýkingarinnar varð vart síðastliðinn fimmtudag.

Munu tveir hópar fólks hafa smitast, annarsvegar hópur ferðamanna og hinsvegar hópur kvenna úr Skagafirði.

Veitingastað hótelsins var lokað og hótelið sótthreinsað. Eftir því sem best er vitað hafa ekki fleiri smitast eftir að hótelið var sótthreinsað.

Nóróveiran er bráðsmitandi en skv. Alþjóða Heilbrigðisstofnuninni greinast um 685 milljón tilfelli og um 200 þúsund manns látast vegna veirunnar á ári hverju. Nóróveiran finnst gjarnan í skelfiski og ferskvöru.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -