Fimmtudagur 18. apríl, 2024
1.1 C
Reykjavik

Harpa Lind Harðardóttir og Stefán Gíslason eiga geggjað flott parhús í Garðabæ

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Akrahverfið í Garðbæ er nýlegt hverfi og þar eru enn þá ný hús að rísa. För okkar er heitið í veglegt parhús við Byggakur þar sem Harpa Lind Harðardóttir og Stefán Gíslason, fyrrverandi knattspyrnumaður, búa ásamt þremur sonum sínum en hjónin eiga húsgagnaverslunina Willamia á Garðatorgi.

„Sigurður Hallgrímsson arkitekt teiknaði húsið sem er 276 fermetra parhús á tveimur hæðum. Upphaflega skipulagið gerði ráð fyrir svefnherbergjum á báðum hæðum en við vildum hafa öll svefnherbergin á efri hæðinni og breyttum því hönnuninni og létum teikna húsið að innan upp eftir okkar óskum. Við vildum til dæmis geta gengið líka beint inn í bílskúrinn því við eigum þrjá stráka, á aldrinum fimm til átján ára, sem eru allir í fótbolta og vildum hafa baðherbergi með sturtu og þvottahús þar inni þannig að þegar þessir tveir eldri koma heim af æfingum geta þeir farið þar inn þar, sett æfingafötin beint í óhreina tauið og farið í sturtu. Fótboltadótið kemur því ekki hér inn,“ segir Harpa ánægð að fá ekki illa lyktandi fótboltaskó og íþróttafatnað inn í hús.

Hafa búið í fjórum löndum

Stefán er handlaginn og Harpa er lærður innanhússhönnuður sem kemur sér vel því fjölskyldan hefur flutt mjög oft og búið í fjórum löndum á fimmtán árum.

- Auglýsing -

„Í hvert skipti sem við flytjum skipti ég um stíl. Þegar við bjuggum í Danmörku var stíllinn mjög skandinavískur og í Belgíu þar sem við bjuggum síðast vorum við með allar innréttingar hvítar, hvíta veggi og rosalega ljóst parket, ég þurfti nánast að vera með sólgleraugu inni því það var svo bjart,“ segir hún og hlær.

„Smekkurinn hjá okkur hefur stöðugt verið að breytast með tímanum og svo er eiginlega til vandræða að eiga húsgagnaverslun því maður er alltaf að sjá eitthvað nýtt og spennandi sem er freistandi að fara með heim,“ segir hún í léttum tón og bætir við að þau séu mjög ánægð með heimilið eins og það er núna.

- Auglýsing -

„Mér finnst miklu meira kósí að hafa heimilið aðeins dekkra, ekki allt hvítt, það er notalegra. Við viljum heldur ekki vera með of mikið af húsgögnum og dóti, okkur finnst þetta passlegt svona. Mitt áhugasvið liggur svolítið í þessu, mér finnst líka gaman að breyta og að hafa heimilið ekki alltaf eins, núna heillar mig að blanda saman ólíkum efnum eins og flaueli og svo grófari áferð. Ég er eiginlega alltaf að breyta og færa til hluti og heillast alltaf af einhverju nýju,“ segir Harpa Lind brosandi.

Í júlíblaði Húsa og híbýla sem er fáanlegt í verslunum til 26. júlí má sjá fleiri myndir úr þessa fallega parhúsi.

Myndir / Hallur Karlsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -