Mánudagur 17. júní, 2024
8.8 C
Reykjavik

Föst skot vegna mögulegs banns við þungunarrofi: „Heldur að Handmaid’s Tale sé rómantísk gamanmynd“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Jæja… andskotinn,“ sagði bandaríski skemmtiþáttastjórnandinn Stephen Colbert í upphafi þáttar síns á þriðjudagskvöld. „Þið vitið hvað við erum að fara að tala um í kvöld, svo þið skulið spenna beltin.“

Í þætti sínum, The Late Show with Stephen Colbert, tók Stephen Colbert sérstaklega fyrir þá áætlun Hæstaréttar Bandaríkjanna að snúa við Roe v Wade. Roe v Wade var tímamótaákvörðun sem tekin var af Hæstarétti Bandaríkjanna árið 1973 um rétt kvenna til fóstureyðinga. Rétturinn úrskurðaði að bandaríska stjórnarskráin verndi rétt þungaðra kvenna til þess að taka sjálfar ákvörðun um að gangast undir þungunarrof án þess að ríkið hefti ákvörðunarrétt þeirra.

Í þeim skjölum sem lekið var úr Hæstarétti Bandaríkjanna virðist rétturinn vera að undirbúa viðsnúning á Roe v Wade og að kosning meðal dómaranna hafi þegar farið fram. Úrskurðurinn virðist hafa verið í undirbúningi frá því í febrúar síðastliðnum.

Gangi þetta eftir mun réttur kvenna til fóstureyðinga í Bandaríkjunum vera ótryggður og úrskurðurinn gæti dregið dilk á eftir sér með margt annað, til að mynda lög um getnaðarvarnir.

Hugsanlegur útskurður Hæstaréttar snýst í grunninn um að dæma í hag ríkisins Mississippi, þar sem farið er fram á að ríkið geti bannað hér um bil öll þungunarrof um og eftir 15. viku meðgöngu. Til þess að dæma Mississippi í hag þyrfti að snúa við Roe v Wade og þannig væru réttindi til allra þungunarrofa í lausu lofti. Kjörnir fulltrúar gætu þannig ákveðið að banna flest tilfelli þungunarrofa óháð meðgöngutíma og sérfræðingar segja að strax yrði það líkleg niðurstaða í all nokkrum ríkjum Bandaríkjanna.

Í upphafi þáttarins sagðist Stephen Colbert hafa ætlað sér að tala um Met Gala, árlegan viðburð haldinn á Metropolitan listasafninu í New York. Viðburðurinn er stjörnum prýddur og þar keppast hin frægu við að klæðast eftirtektarverðum, rándýrum og útpældum fatnaði, sköpuðum af fremstu hönnuðum heims.

- Auglýsing -

„Í staðinn þarf ég að tala um annan hóp fólks klæddan í sturlaðar múnderingar, sem er úr takti við raunveruleikann og lætur sem árið sé 1895 – Hæstarétt Bandaríkjanna,“ sagði Colbert og uppskar hlátur úr sal.

„Þegar ég heyrði af þessu í gærkvöldi varð ég fyrst sjokkeraður. Síðan varð ég sjokkeraður á því að ég væri yfir höfuð sjokkeraður,“ sagði Colbert í opnunarræðu sinni. Hann benti á að það þyrfti líklega ekki að koma á óvart hvaða hæstaréttardómarar styðji ályktunina, sem er leidd af dómaranum Samuel Alido; þau Clarence Thomas, Neil Gorsuch, Brett Kavanaugh og Amy Coney Barrett.

„Til hamingju konur, ákvarðanir um það hvað þið megið gera við ykkar eigin líkama eru núna teknar af fjórum gömlum gaurum og konu sem heldur að þættirnir The Handmaid’s Tale sé rómantísk gamanmynd.“

- Auglýsing -

Hann bendir á að allir þessir dómarar hafi stutt Roe v Wade og sagst ætla að virða úrskurðinn sem Hæstaréttardómarar, þegar þau voru opinberlega metin í dómssal og skipuð í starfið.

Samkvæmt könnunum Gallup er stuðningur Bandaríkjamanna við þungunarrof í flestum eða öllum tilfellum í kringum 80 prósent.

„Þau vissu að ef þau væru hreinskilin með skoðanir sínar og fyrirætlanir myndu þau ekki fá starfið. Þannig að þau lugu eiðsvarin. En hvað veit ég? Ég er ekki Hæstaréttardómari. Ég er ekki nógu góður lygari.“

Hér fyrir neðan má horfa á innslagið í heild.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -