Föstudagur 17. maí, 2024
5.8 C
Reykjavik

Grínistinn Brandon Smiley er látinn:„Ég vil að allir biðji fyrir mér, biðji fyrir fjölskyldu okkar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Grínistinn Rickey Smiley syrgir elsta barn sitt, Brandon Smiley sem lést í gær aðeins 32 ára að aldri.

Brandon Smiley, sem var grínisti líkt og faðir hans, lést í gærmorgun en dánarorsökin hafa ekki verið kunngjörð. Faðir hans tilkynnti andlátið samdægurs á eðlilegasta stað nútímamannsins, nefnilega á Instagram-myndskeiði.

„Ég fékk bara slæmar fréttir í morgun. Ég er á leiðinni á flugvöllinn til að fara til Birmingham. Ég vil bara að allir biðji fyrir mér, biðji fyrir fjölskyldu okkar,“ sagði Rickey í myndskeiðinu. „Sonur minn, Brandon Smiley lést í morgun.“

Brandon lætur eftir sig dótturina Storm, sem er þriggja ára en þá átti hann einnig móðurina Brendu, bróðirin Malik, 21 árs og systurnar D´Essence, 25 ára, Taylor, 22 ára og Aaryn, 21 árs.

Rickey sagði einnig í myndskeiðinu: „Ég er í lagi. Biðjið fyrir móður sonar míns og systkinum hans. Nú sé ég hvað afi minn gekk í gegnum og af hverju honum leið eins og honum leið. Afi minn þurfti að ganga í gegnum þetta helvíti með pabba minn og einhvernveginn er ég núna að ganga í gengum það sem amma og afi gengur í gegnum. Þannig að biðjið bara fyrir fjölskyldu okkar.“

 

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -