Sunnudagur 25. febrúar, 2024
0.8 C
Reykjavik

Snoop Dogg ákærður fyrir kynferðisbrot

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rapparinn Snoop Dogg hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot og ofbeldi gegn konu. Atvikið á að hafa átt sér stað í Kaliforníu árið 2013.

Meintur brotaþoli sem kærði hann vill ekki láta nafns síns getið og er auðkennd sem Jane Doe í dómsskjölum. Konan hefur einnig kært náinn vin rapparans, Bishop Don Juan.

Snoop Dogg á að koma fram í hálfleik Super Bowl á sunnudaginn kemur en hvorki hafa talsmenn hans né Bishop Don Juan svarað fyrirspurnum fjölmiðla um málið.

Konan sem um ræðir er atvinnudansari, fyrirsæta og leikkona ásamt fleiru. Í dómsskjölunum kemur fram að hún hafi verið sviðsdansari fyrir þá Snoop og Bishop og fengið gjafir að launum.

Í vitnisburði konunnar segir að Bishop hafi boðið henni far heim eftir Snoop Dogg tónleika þann 29. maí árið 2013. Hún segist hafa sofnað í bílnum og að Bishop hafi þá farið með hana heim til sín alfarið án hennar samþykkis. Morguninn eftir segir hún að hann hafi „tekið lim sinn úr buxunum og þröngvað honum upp í munn hennar.“

Í vitnisburðinum segir að næsta dag hafi Bishop Don Juan farið með konuna í hljóðverið til Snoop Dogg til þess að athuga hvort sá síðarnefndi vildi ráða hana í hlutverk í sjónvarpsþætti. Samkvæmt vitnisburðinum á Snoop Dogg að hafa króað konuna af þegar hún var á salerninu, neytt hana til þess að eiga við sig munnmök og svo haft sáðlát yfir bringu hennar og háls.

- Auglýsing -

Konan segist ekki hafa fengið hlutverkið í sjónvarpsþættinum vegna þess að hún hafi „ekki verið viljug eða sýnt ákefð í að veita munnmökin“.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -