Ferðalagið – Mannlíf 8. tbl. 40. árg

    Nýtt tölublað Mannlífs býður lesendum upp á fjallgöngur og ferðalög um íslenska náttúru.

    Nýtt tölublað Mannlífs er komið út. Að þessu sinni er lesendum boðið upp á ferðalag um íslenska náttúru.

    Í blaðinu má finna glæsilegt viðtal við Ólöfu Sívertssen forseta Ferðafélag Íslands, sem kosin var í sætið í mars síðastliðnum eftir miklar deilur innan félagsins.

    Þá er rætt við fjallgöngugarpinn Einar Skúlason, stofnanda gönguklúbbsins Vesens og vergangs – og fleiri íslenska göngugarpa. Aðsendar ferðasögur, sjö skemmtilegustu fjöllin til að príla og fastir liðir og pistlar eru á sínum stað. Neytendamálin veita innsýn í verðlagningu í vegasjoppum víðsvegar um landið og þá má jafnframt finna má hollar og góðar nestishugmyndir fyrir ferðalagið.

    Góða ferð!