Sjóarinn – Mannlíf 1. tbl. 41. árg.

    Nýtt tölublað Sjóarans er komið út. Í blaðinu er að finna fjölda viðtala við sjómenn og fleiri sem hafa komist í nána snertingu við hafið; bongóblíðu eða brjálað veður. Forsíðuviðtalið er við þyrluflugmanninn knáa, Benóný Ásgrímsson, sem er nú sestur í helgan stein. Í blaðinu má einnig lesa pistla af ýmsum toga. Sjómannadagurinn er handan hornsins og því við hæfi að segja: Til hamingju með daginn, sjómenn alls staðar!