Í sumarblaði af Vín og mat árið 2023 má finna uppskriftir að ýmsum grillréttum og öðrum bragðgóðum og sumarlegum uppskriftum.
Forsíðuviðtalið er að þessu sinni við matgæðinginn og frumkvöðulinn Safa Jamei.
Hún flutti til Íslands frá Túnis, kláraði hér háskólanám og hefur í kjölfarið stofnað nokkur fyrirtæki. Eitt þeirra er Mabrúka sem tengist framleiðslu á gæðakryddi frá Túnis.
Blaðið má lesa í vefformi hér að neðan: