Vilhjálmur Bjarnason, fyrrverandi .þingmaður Sjálfstæðuisflokksins, er einn þeirra flokksmanna sem eru arfafúlir vegna forystu Sjálfstæðisflokksins og þess dapra fylgis sem flokkurinn fær. „Hvernig má það vera að flokkur, sem var með 40% kjörfylgi, telur það ásættanlegt að fá 25% kjörfylgi?,“ spyr hann í grein í Morgunblaðinu. Vilhjálmur hefur á stjórnmálferli sínum þótt umbótasinnaður og frjálsyndur. Hann hefur ekki tengst spillingamálum, líkt og Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, sem á að baki ýmis dularfull mál. Vilhjálmur gefur Bjarna rauða spjaldið.
„Endingartími formanna Sjálfstæðisflokksins hefur verið 10 ár. Nýr leiðtogi hefur ávallt verið í augsýn. Nema núna!“. Þetta eru þung orð áhrifamannsins og ákall eftir nýjum formanni sem þó er hvergi í sjónmáli …