Fimmtudagur 18. apríl, 2024
1.1 C
Reykjavik

Hrollvekja Jóns G.

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur valdið miklum usla í embættisfærslum sínum á undanförnum vikum. Það mun vera skilningur Guðrúnar Hafsteinsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, að hún eigi að fá dómsmálaráðuneytið þegar 18 mánuðir eru liðnir af kjörtímabilinu og Jón verði þá látinn víkja í næsta mánuði. Hermt er að Jón sé á þeirri skoðun að tímamótin verði þegar 18 mánuðir verða liðnir frá því núverandi ríkisstjórn tók formlega við stjórnartaumunum. Það þýði að hann megi sitja fram í júní.

Jón hefur sumpart sterka stöðu. Það flýgur fyrir að hann hafi hótað að segja af sér þingmennsku ef ekki verði látið undan kröfu hans um að halda áfram. Ef hann segir af sér þingmennsku tekur Arnar Þór Jónsson, varaþingmaður fyrrverandi dómari, við þingsæti hans. Arnar Þór þykir vera á skjön við Sjálfstæðisflokkinn í mörgum málum og hugsa margir innmúraðir og innvígðir til þess með hrolli að þurfa að treysta á hann í meirihlutasamstarfi við Vinstri-græna.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er í klemmu vegna þessa og óljóst hvernig hann afgreiðir Jón sem ert einn helsti samherji hans í flokknum og forðast þá hrollvekju sem liggur í loftinu …

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -