Föstudagur 19. apríl, 2024
1.1 C
Reykjavik

Samherjabarn tekur stökkið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kynslóðaflétta er í gangi hjá Samherja þessa dagana. Elsta samherjabarnið, Bald­vin Þor­steins­son, for­stjóri Öldu Sea­food í Hollandi, tók stökkið og keypti fé­lagið út úr Sam­herja Hold­ing. Þar með er erlend starfsemi sjávarútvegsrisans komin í hendur sonar Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra hins umdeilda fyrirtækis sem stendur í ströngu erlendis vegna meintar lögbrota.

Mogginn hefur eftir Þorsteini Má að erlend starfsemi félagisins hafi gengið vel og að þarna sé um að ræða eðlilegt framhald á kynslóðaskiptum með félagið. Þar vísar hann til þess að börn hans og Kristjáns Vilhelmssonar, stærsta eiganda fyrirtækisins, eignuðust Samherja á dögunum.

Kaup Baldvins á þessum hluta Samherja þykja vísbending um að brestur sé kominn í barnahópinn og ekki ríkjandi sú samstaða sem hefur verið milli þeirra Kristjáns og Þorsteins Más allar götur síðan Þorsteini Vilhelmssyni, stofnanda Samherja, var bolað út úr fyrirtækinu.

Baldvin var um tíma stjórnarformaður Eimskips sem Samherji Holding átti að þriðjungshluta. Hann hætti óvænt sem slíkur. Hluturinn í Eimskip fylgir ekki með í kaupunum. Kaupverð á þessum hluta Samherja er ekki gefið upp …

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -