Fimmtudagur 11. apríl, 2024
3.8 C
Reykjavik

Ertu aumingi sem býr til þriðju vakt?

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Var fótboltaleikur í gærkvöld eða eitthvað?
Ég puðrast oft yfir því sem ég skilgreini sem öfgafeminismi og dygðar skreyttir rétttrúnaðar páfuglar. Ég puðrast yfir þeim sem skrifa heilu doðrantana um ímyndaða þriðju vakt sem felur í sér að allar hugrænnar byrðar hvíli á öxlum kvenna.
Ég colla á þetta rugl og segi þessum einstaklingum að þrífa gleraugun og fá sér heyrnartæki, eða bara vakna úr svefni hinnar akademísku kynjafræði sem ætti í raun bara að byggjast á upplýsandi sögutímum og heilbrigðri framtíðarsýn en ekki militant orðaofbeldi og ranghugmyndum.

Sama tíma og ég puðrast og colla þá varð ég mjög vonsvikin í gær með pabbana sem gerðu nóshow þegar á þeim var þörf. Málið er að konan mín sem er í stjórn foreldrafélagsins í skóla dóttir okkar bað mig um að koma með sér og vera með í að þjónusta árshátíð skólans sem hluti af foreldrafélagi, því þótt ég sé ekki í stjórn þá er ég sjálfvirkt sem foreldri hluti af félaginu. Það þurfti að afgreiða mat og drykki ofan í 300 börn, flytja 400 stóla úr íþróttasal skólans utandyra yfir í skólan og vaska upp eftir herligheitin. Eitthvað sem tók 3 tíma og verðlaunin voru ekki bara frábær matur og samvera að verki loknu heldur fékk ég leyfi til að þjónusta börnin og sjá þau skemmta sér í sínu umhverfi, sínu svartholi sem þau hverfa í á morgnana.

Ómetanlega dýrmætt og þá ekki bara fyrir mig sem foreldri heldur líka fyrir þau því það að ég sem foreldri taki virkan þátt og sýni mig, sjái svartholið þeirra skiptir þau máli þótt svo að þau munu líklega aldrei viðurkenna það fyrr enn þau lenda í þessum aðstæðum sjálf.
Stjórn foreldrafélagsins auglýsti eftir hjálp og færri komust að en vildu svo allt var þannig séð fullmannað. Það sem ég hins vegar sá þegar þegar ég mætti var að kynjahlutföll þeirra foreldra sem mættu voru algjörlega út úr kú. Ég taldi um 20 kvennforeldra og 2 karlaforeldra, sem sagt ég og einn annar sem er hluti af stjórn sem segir að af öllum utan stjórnar var ég eini deddíinn sem mætti. Sama var upp á teningnum með foreldraröltið eftir ballið, 8 kvennforeldrar og einn snauzer í ól.

Það er tvennt í stöðunni þarna, annaðhvort eru konurnar sjúklega frekar og heimta að fara sjálfar meðan pabbarnir þurfa að sitja heima með súrt ennið eða að þeim finnst þetta einfaldlega ekki vera á sinni könnu, kannski finnst þeim þetta ekki skipta máli þegar það klárlega gerir það. Það þjónusta í foreldrastarfi barna sinna fellur klárlega undir vissa vakt, hvaða vakt það er skiptir kannski ekki öllu máli en hvernig eigum við sem karlmenn að geta skilgreint fyrir börnunum okkar heilbrigða karlmennsku ef við ekki drullum okkur af stað íða með því að sýna þeim hvernig heilbrigðir karlmenn hreyfa sig og snúast?
Hvernig getum við ætlast til þess að konur og einstaka naglalakkaðir pabbar skrifi ekki millitant doðranta um hugrænar birðar kvenna ef við gerum nóshów af ástæðum sem klárlega þjóna ekki neinum tilgangi nema forða okkur undan ábyrgð því við erum latir og skertir innsæi og ábyrgð?

Ég mun ekki hætta gagnrýni minni á öfgafeminisma frekar en ég mun hætta gagnrýni á skerta karlmennsku sem er oft rangt nefnd sem eitruð karlmennska en í gær var ég fyrir vonbrigðum þó svo að ballið hafi gengið eins og í sögu og allir skemmtu sér vel.
Kvenforeldrarnir og við tveir deddíarnir púlluðum þetta eins og boss en vá hvað hefði verið gaman að sjá karlana mæta á svæðið. Alveg eins og mömmurnar sem í gær bjuggu yfir fegurð, þokka og reynslu hefðum við sem liðsheild getað borið okkur hátt með kassan út í loftið, borið saman þessa fokking stóla og verið ánægðir með okkur og það verðskuldað.

Gunnar Dan Wiium

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -