Þriðjudagur 21. maí, 2024
6.8 C
Reykjavik

Burgerinn Bearnaise er hástökkvarinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Okkur lék forvitni að vita nánar hvers konar veitingastaður Burger-inn í Hafnarfirði er og hvað hann hefur upp á að bjóða. Staðurinn er við Flatahraun 5a og við höfum heyrt að þarna sé að finna einn besta borgara bæjarins. Við hittum feðgana sem þar ráða ríkjum en Örn Arnarson og sonur hans, Brynjar Arnarson, eru eigendur staðarins og rekstraraðilar.

Getið þið sagt okkur aðeins frá veitingastaðnum Burger-inn, bæði umgjörð og þjónustu sem þið bjóðið upp á?
„Staðurinn opnaði árið 2011, þann 17. júní á þjóðhátíðardegi Íslendinga. Hann er innréttaður í sixties-stíl og myndskreyttur með eldri limósínum og fallegum hlutum frá gamla tímanum. Við getum tekið um sjötíu og fimm gesti í sæti og aðkoman að staðnum er mjög góð. Nóg er af fríum bílastæðum. Við erum einnig með tvær bílalúgur og má með sanni segja að flestar pantanir séu sóttar. Það er mjög vinsælt að panta matinn og taka með heim.“

Þið leggið metnað í að vera með gott hráefni í hamborgarana ykkar. Hvaðan kemur hráefnið og hver er hugmyndin að baki umgjörðinni og matseðlinum?
„Burger-inn notar aðeins fyrsta flokks hráefni frá birgjum á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Við erum til dæmis með 20% fitusprengt nautahakk í hamborgurunum okkar frá Kjötsmiðjunni, frönskurnar Cavendish frá Ekran, beikon, skinku og pepperoni frá Ali og margt fleira frá ýmsum góðum aðilum.“

Hugið þið að umhverfinu í ykkar matargerð og rekstri?
„Við hugum eins vel að náttúrunni og okkur er unnt bæði í matargerð og umbúðum fyrir mat sem viðskiptavinurinn sækir til okkar. Einnig flokkum við sorpið og erum með sorteringu á úrkasti.“

Hverjar eru helstu áherslur ykkar og markmið með rekstrinum?
„Okkar áherslur og markmið er að hafa meira gaman í dag en í gær og fá öll fallegu brosin sem okkur eru send.“

Eru einhverjir réttir vinsælli en aðrir?
Matseðillinn allur fer ótrúlega jafnt. Við getum þó sagt að Burgerinn Bearnaise sé hástökkvarinn en með ekta smjörbearnaise-sósu sem er gríðarlega vinsæl. Af grillinu bjóðum við upp á sérmeðhöndlaðar lambakótilettur og bearnaise-sósu sem val í meðlæti. Við bjóðum bara upp á alvörubearnaise-sósu eins og Oddur H. Odds frændi vill hafa hana,“ segir Örn og brosir. Hægt er að skoða matseðlinn á heimasíðu staðarins: www.burgerinn.is. Frá opnun hefur verið boðið upp á fría súpu með öllum máltíðum í sal með birgðir endast, fyrstur kemur þá fær.

Burger-inn er vinsæll viðkomustaður

„Gaman er að segja frá því að viðskiptavinir okkar eru bæði úr nærsveit og úr dreifbýlinu, á öllum aldri. Stórfjölskyldur leggja gjarnan leið sína hingað inn í Burger-inn og njóta þess að eiga hér saman skemmtilega fjölskyldustund.“

- Auglýsing -

Bjóðið þið oft upp á tilboð fyrir fjölskyldur og hópa?
„Við erum ávallt með ýmis tilboð fyrir hópa sem eru mjög vinsæl. Mikið er um að hingað komi viðskiptavinir og haldi upp á afmæli. Afmælishóparnir eru einstaklega skemmtilegir.“

Mynd / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

Stúdíó Birtíngur í samstarfi við Burger-inn.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -