Sunnudagur 15. september, 2024
6.1 C
Reykjavik

Dreymir um að eignast litla eyju í Karíbahafinu og hengirúm fest í tvö pálmatré

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ásdís Ósk Valsdóttir er löggiltur fasteignasali og eigandi Húsaskjóls fasteignasölu. Hún býr með þremur börnum sínum í Lindahverfi, þeim Axel Vali Þórissyni, 22 ára; Viktori Loga Þórissyni, 16 ára og Sigrúnu Tinnu Þórisdóttur, 9 ára.

Hvað heillar þig mest við starfið?

„Það er fjölbreytileikinn, það eru alltaf ný og spennandi verkefni á hverjum degi. Ég er búin að vera fasteignasali í fimmtán ár og get ekki hugsað mér annað starf, að fá að vinna svona náið með fólki og í gegnum starfið hef ég eignast marga af mínum bestu vinum. Þetta er gífurlega lifandi starf og alltaf nýjar áskoranir.“

Getur þú lýst hefðbundnum vinnudegi hjá þér?

„Ég vakna klukkan fimm á morgnana, byrja á góðri morgungöngu og fer svo annaðhvort í ræktina eða hlusta á fyrirlestra tengda vinnunni, vek krakkana þegar þeir eru hjá mér og fæ mér góða ommelettu og er mætt í vinnu um klukkan átta.  Það er oft erfitt að skipuleggja daginn en ég miða við að svara póstum og klára pappírsvinnu að morgni og seinni parturinn fer síðan í að sýna eignir, skoða eignir og fylgja eftir málum.  Það er auðvelt að drekkja sér í vinnu og fyrir nokkrum árum tók ég þá ákvörðun að hætta að vinna á kvöldin og um helgar og eiga meiri tíma með krökkunum og njóta lífsins.“

Hvað er það sem þér finnst gera heimili að heimili?

„Fólk gerir heimili að heimili.“

Getur þú líst þínum stíl?

„Suðrænn og litríkur. Ég ferðaðist mikið um Suður-Ameríku á mínum yngri árum og bjó eitt ár í Hondúras, það er til dæmis ekki hægt að vera fúll og dansa salsa á sama tíma, mæli með því að prófa það.“

Áttu þinn uppáhaldsarkitekt?

„Í raun og veru ekki, ég hef mjög gaman af að skoða mismunandi byggingarstíl, sérstaklega þegar ég er erlendis, held að uppáhaldsbærinn minn hafi verið á Chiloe-eyju rétt fyrir utan Puerto Montt í Chile þar sem öll húsin voru timburhús, mjög litrík og sum pínulítið skökk og sjarmerandi en ég hef líka mjög gaman af því að kíkja í opin hús glæsivillna í Beverly Hills, heimurinn bíður upp á svo mikinn fjölbreytileika og svo erfitt að gera upp á milli.“

Áttu þinn uppáhaldshönnuð?

„Börnin mín, elska þegar þau voru að koma með listaverk úr leikskóla og skóla, sem búið var að pakka inn af mikilli ást og leggja allt í gjöfina og umbúðirnar.“

- Auglýsing -

Hvað hefur þig alltaf dreymt um að eignast en ekki eignast hingað til?

„Litla eyju í Karíbahafinu þar sem ég get sett gott hengirúm á milli tveggja pálmatrjáa.“

Uppáhaldsliturinn þinn?

„Sterkir og hressir litir, eins og rautt og fjólublátt, það eru flestir litir til í mínum fataskáp, vantar helst svartan.“

Hvar líður þér best?

„Heima með krökkunum mínum eða á góðri strönd með bók að hlusta á sjávarniðinn.“

- Auglýsing -

Nú er sumarið komið og margir huga að garðinum, er eitthvað sem þig langar að eignast í garðinn?

„Ég væri nú alveg til í góða tjörn í garðinn og tvö pálmatré til að hengja suðurameríska hengirúmið mitt á.“

Svalasti veitingastaðurinn á Íslandi í dag?

„Ég elska Bryggjuna Brugghús; góður matur, skemmtileg þjónusta og djasskvöldin þeirra eru frábær.“

Er einhver byggingarstíll sem heillar þig meira enn annar?

„Í raun og veru ekki, ég hef rosalega gaman af fjölbreytileika lífsins, ég ferðast mjög mikið og nýt þess að skoða hvað heimurinn hefur upp á margt fallegt og skemmtilegt að bjóða.“

Að lifa lífinu lifandi er að …

… vera í núinu og njóta.

Mynd / Aldís Pálsdóttir

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -