Miðvikudagur 11. september, 2024
4.1 C
Reykjavik

Framtíðin með tækninni – iPad og forritun í kennslu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Forritun er stór hluti af okkar daglega lífi, hvort sem við erum að senda tölvupósta, taka ljósmynd á snjallsíma, borga með korti, horfa á Netflix eða taka strætó, þá eru þetta allt athafnir sem krefjast forritunar á einhvern hátt. Margir telja að störf framtíðarinnar komi til með að byggja í meira mæli á stafrænu læsi og forritunarþekkingu.

Jafnframt er því haldið fram af World Economic Forum að 65% starfa framtíðar séu ekki enn þá til og að flest þeirra komi til með að tengist tækni á einhvern hátt. Því er mikilvægt að skólar séu samferða þessari þróun með markvissri forritunarkennslu fyrir nemendur. Ávinningurinn af forritunarkennslu er mikill. Að þekkja og nota forritunartungumál er ákveðið læsi á stafrænni öld. Nemendur færast þannig úr því að vera neytendur tækninnar eða notaðir af henni, yfir í að vera notendur og nýta sér tæknina til sköpunar. Við spjölluðum við Álfhildur Leifsdóttir, sem er grunnskólakennari í Árskóla Sauðárkróki og með APL vottun frá Apple, um hvernig hægt er að nýta sér tæknina í kennslu og vekja áhuga kennara og nemenda um leið.

Forritunarkennsla

„Með því að læra forritun geta nemendur skapað sín eigin hugarfóstur, gert hugsanir sínar að gagnvirkum raunveruleika og er það í rauninni einungis þeirra eigið ímyndunarafl sem er hindrun í þeirri sköpun. Þegar unnið er með forritun þjálfast bæði rökhugsun og lausnarmiðuð hugsun á annan hátt en með stærðfræði. Það er vegna þess að nemendur sjá afraksturinn á gagnvirkan hátt um leið og þeir forrita og eitthvað sýnilegt verður til. Nemendur þjálfast í samvinnu og þolinmæði því það að leita lausna saman og sýna þrautseigju lærist vel með forritun. Nemendur læra að hugsa leiðina að takmarkinu í litlum skrefum, brjóta vandamálin í minni einingar og finna lausnir á hverri þraut með gagnrýnni hugsun. Leikni á þessu sviði gefur nemendum færni sem getur orðið þeim mikilvæg í framtíðinni,“ segir Álfhildur.

„Forritun er góð leið til að læra af mistökum, því leiðir að markmiðinu geta verið margar og alls ekki sjálfgefið að ná réttri leið í fyrstu tilraun. Þá þarf að greina mistökin, læra af þeim og gera betur. Oft ná þeir nemendur sem ekki finna sig eins vel í öðrum bóklegum námsgreinum góðum tökum á forritun og þannig getur hún aukið sjálfstraust og almennan áhuga á námi hjá þeim einstaklingum. Markmiðið með forritunarkennslu er ekki að allir verði forritarar, heldur að allir fái tækifæri til að kynnast forritun. Þannig er verið að þjálfa margþætta færni sem nýtist nemendum okkar í framtíðinni. Alveg eins og allir þurfa að kynnast heimilisfræði, smíðum og fleiri greinum í grunnskóla.“

Hún segir að sumir gætu talið það óraunhæft að hinn almenni kennari, sem ekki hefur forritunarmenntun geti kennt forritun í grunnskólum. En með þjálfun, aðgengi að góðu kennsluefni og réttu hugarfari geti allir kennarar kennt fyrstu skref í forritun. „Það er einfaldlega vegna þess að kennarar eru upp til hópa mjög góðir í að tileinka sér nýja þekkingu og deila henni áfram. Hægt er að samþætta forritun við önnur fög, hvort sem það er stærðfræði, tónlist eða tungumálakennsla og að auki gæti forritun verið áhugavert val í skapandi skilum á verkefnum.“

Mikil vakning er varðandi forritunarkennslu bæði erlendis og hérlendis og er margt í boði sem hægt er að nýta sér í kennslu, bæði öpp og ýmis tækjabúnaður.
Apple hefur gefið út ókeypis forritunar-app fyrir IOS-tæki, sem kallast Swift Playgrounds, en það nýtur mikilla vinsælda bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Swift Playgrounds er eins og rafræn bók með mismunandi verkefnum sem þarf að leysa. Það er hannað til að vera byrjendavænt og það krefst engrar forritunarþekkingar af nemendum.  Þannig er það frábær leið til að byrja að læra forritun. Verkefnin í appinu eru auðveld til að byrja með en þyngjast með góðum stíganda. Appið er gagnvirkt þannig að nemendur sjá eitthvað gerast á skjánum um leið og þeir keyra kóðann sinn sem gerir verkefnin lifandi. Swift Playgrou

- Auglýsing -

nds er hægt að tengja gagnauknum veruleika og ýmsum aukahlutum sem margir skólar hafa nú aðgang að. Til dæmis Sphero-kúlum, drónum og forritanlegum vélmennum.

Swift Playground-app í boði Apple

- Auglýsing -

„Það koma reglulega inn ný og spennandi verkefni í Swift-appið svo áhugasamir nemendur verða ekki verkefnalausir,“ segir Álfhildur. „Apple leggur mikla áherslu á að vinna með þann raunveruleika sem nemendur tengja við þannig að verkefnin séu áhugaverð. Þegar nemendur hafa náð góðri færni í kóðun geta þeir sjálfir hannað sín verkefni frá grunni í  appinu. Í Swift Playgrounds geta nemendur valið forritunarskipanir með því að smella á þær. Þannig er komið í veg fyrir innsláttarvillur sem hindra að kóðinn virki og getur tekið langan tíma að laga. Þetta er frábær eiginleiki þegar byrjað er í forritun en jafnframt er hægt að slá inn kóða sjálfur þegar leikninni hefur verið náð.

Forritunarmál er eins og tungumál með mörgum mállýskum, um leið og nemandi hefur fengið þjálfun í einu forritunarmáli þá er hann fljótur að ná tileinka sér önnur. Mörg vinsæl öpp eru skrifuð í Swift-kóða frá Apple þó að það sé ekki gamalt forritunarmál. Þannig að Swift er fullkomlega samkeppnishæft forritunarmál sem er öllum aðgengilegt og býr nemendur undir þeirra framtíð.“

Myndir: / Úr safni Epli
Í samstarfi við Epli

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -