Sunnudagur 19. maí, 2024
5.8 C
Reykjavik

Modus mótar tískuna: „Heimaslysin voru mörg eftir Covid“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hermanni Óla Bachmann er margt til lista lagt. Hann á hárgreiðslustofuna Modus sem er leiðandi í íslenskri hártísku, selur hárvörur og á heildsölu. Hann og er líka nýbakaður pabbi og sér fram á dásamlegt sumar og haust.

Akureyri er yndislegur bær

„Það er brjálað að gera, bæði á Reykjavíkurstofunni og ekki síður á stofunni okkar á Akureyri. Við opnuðum þar fyrir fjórum eða fimm árum og erum mjög ánægð að vera á Akureyr, yndislegur bær, og við erum mjög ánægð þar“.

Hermann flakkar á milli stofanna í Reykjavík og segir alltaf gaman að fara norður og fara aðeins í annan gír. „Það er töluverður kúltúrmunur á Akureyri og Reykjavík og ég tók sérstaklega eftir því þegar ég fór að fara í labbitúra um bæinn. Konurnar á Akureyri eru almennt með styttra hár og þær kaupa meira af mótunarvörum en konurnar í Reykjavík. Þær fyrirsunnan eru aftur á móti frekar með síðara hár og versla meira af næringarvörum.

Ég þarf alltaf að skipta aðeins um gír þegar ég fer norður því konurnar þar fylgjast mjög vel með nýjungum í styttra hári og eru duglegar að prófa sig áfram. Það er það sem er svo skemmtilegt við að koma norður að klippa“.

Næntís að koma inn

- Auglýsing -

Hvað er í tísku núna og hverju megum við eiga von á? „Núna eru mikið að koma inn toppar sem eru stuttir í miðjunni en lengjast svo í hliðunum. Það er svo skemmtilegt, að nær vetrinum kemur næntís útlitið meira inn, þessir lokkar í hliðunum sem stelpurnar geta skilið eftir þegar þær eru að gera sig fínar og taka hárið upp“.

 

Það verður enginn svikinn af hárvörum Modus.

Hvað litin varðar segir Hermann mildu litina koma sterka inn eftir köldu tónana í sumar. „Þessir ísköldu lítir munu hlýna og brúnu litirnir, sem voru kaldir, verða miklu hlýrri með vetrinum, Við þurfum að mýkja okkur upp í vetrarbirtunni. Hann segir tískusíddina halda áfram að vera við viðbeinið og þar rétt fyrir neðan.

- Auglýsing -

Strákarnir verða áfram mjög stuttir að ofan, og á eiga eftir að styttast jafnvel meira. Króltoppurinn sem var í tísku er að hverfa núna og núna er toppurinn að lyftast upp. Það er eðli strákatískunnar að styttist þar til að það er ekki hægt að stytta meira og þá byrja þeir að safna og hárið verður í síðari kantinum“.


Meðeigandi Hermanns með sínum besta vini, Jóhönnu Bjarnadóttur.

Aðspurður um hraða tískubreytinga segir Hermann það fylgja vexti hársins. „Tískan er hringur, sérstaklega í síddinni, sumir strákar eru með hermannaklippingu sem endar mjög stutt og við megum vona á að sjá þá fá söfnunaráráttu í vetur þeir verða komnir með lubba um jólin. Reyndar er strákatískan er rólegri, þeir láta líða lengur á milli breytinga“.

Vouge alltaf fyrstir

Hermann og allt hans fólk er afar duglegt að fylgjast með öllum því nýjasta á sviði hártísku. Hvaðan kemur innblásturinn? „Þetta er sambland af svo mörgu, við fylgjumst með tískutímaritunum, þau stóru á við Vouge er alltaf á undan og ég er farin að þekkja það að það sem kemur út í nýjasta Vouge er það sem verður byrjað að spyrja um sirka 10 dögum síðar. Síðan erum við auðvitað á netinu og svo eru stóru merkin hver með sína línu þótt þau fylgist að mörgu leiti að.

Eins og aðrir þurfti Modus að loka í Covid og segir Hermann allt hafa sprungið þegar Stofan loksins opnaðist. „Ég fékk skilaboð um að fá greitt miklu meira en eðlilegt gæti talist til að komast fremstí röðina,” segir Hermann og hlær. „Svo voru það heimaslysin, ein var í svo mikilli neyð að ég bjó til blöndu sem ég lét hana fá út um gluggann. Það var gríðarlega mikið um lagfæringar þegar við opnðum aftur. Það þurfti oft langan tíma í að laga verstu slysin, sem bar bara gaman því þá gafst meiri tíma í að kjafta og tuða sem er svo óskaplega skemmtilegur partur af starfinu“.

Elskaði að horfa á ömmu með rúllurnar

Hermanni hefur langað að starfa við hárgreiðslu frá því hann man eftir sér. „Ég man eftir að amma setti alltaf rúllur í sig og ég fylgdist alveg heillaður með þegar hún var að taka þær úr sér og túbera sig. Þá vissi ég hvað ég vildi gera það sem eftir væri“.

Modus býður upp á frábært úrval hárvara.

Hann segir eitt það skemmtilegasta við starfið að tala við viðskiptavinina. „Þeir segja manni svo margt yndislegt en það erfiðasta er þegar maður getur ekki hjálpað þótt manni langi svo innilega til þess. Það kom til mín kona sem aldrei hafði komið áður og ég fann að það lá eitthvað á henni sem hún fékk sig ekki til að tala um. Ég leyfði henni að ráða ferðinni og nálgaðist hana rólega þar til í ljós kom að hún hafði misst dóttur sína mánuði áður. Ég faðmaði hana að mér en í lok dags sat ég grátandi út í bíl. Þetta eru erfiðu dagarnir í starfinu”.

Herman er bráðungur maður sem hefur byggt um hárgreiðslustofur, smásöluverslun og heildsölu. Hver er lykillinn? „Maður verður að vera duglegur og vinnusamur. Og ef einhver segir nei við þig labbarðu að næsta manni og spyrð aftur. Og aftur ef það þarf. Ég hef lært það í lífinu,” segir tískumógúllinn Hermann Óli.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -