Mánudagur 27. maí, 2024
10.8 C
Reykjavik

Sportver er með allt fyrir útiveruna: „Hreyfing er nærandi fyrir sálina“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Við hjónin rekum þrjár  verslanir á Akureyri og er Sportver þeirra elst og höfum við rekið hana frá árinu 1995,“ segir Linda Tulinius sem er fædd og uppalin á Akureyri en Egill maður hennar er fæddur í Reykjavík en hefur búið alfarið á Akureyri frá árinu 1995.

Reiðhjól, skíði og fleira

„Ásamt Sportver eigum ið Sport24 á Akureyri sem er staðsett í göngugötunni – en sú nýjasta er Verslunin Útisport sem er að mestum hluta „Hardwear“ verslun sem selur reiðhjól, skíði og vörur tengdar því sporti,“ segir Berglind .

„Útisport er með mjög vönduð reiðhjól frá Cube og Giant – en Giant er stærsti  reiðhjólaframleiðandi í heimi, og er Útisport umboðsaðili fyrir það merki á Íslandi.

Það er því ljóst að Linda og maður hennar, Egill Einarsson, hafa í mörgu að snúast og þannig vilja þau líka hafa það.

Eitthvað fyrir alla

- Auglýsing -

„Í Sportver og Sport24 er að finna mjög mikið úrval af góðum og mjög vönduðum vörum frá öllum helstu íþróttamerkjunum og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi hjá okkur, hvort sem það er fyrir útivist, ræktina eða bara á götuna,“ segir Linda.

Sportver er með með allt í sportið fyrir alla aldurshópa.

„Inni í Sportver er svo sérstæð skóbúð, þar sem finna má merki eins og til dæmis Jo-dis, Vagabornd,  Sixmix og Vans ásamt öllum helstu íþróttaskómerkjunum.

Hjartað í fyrirtækinu

- Auglýsing -

Það er því augljóst að hjónin Linda og Egill bjóða upp á fjölmargar frábærar vörur. En hvernig skyldi rekstur þeirra á Akureyri ganga?

„Til að svona rekstur gangi vel þurfum við aðstoð og erum við svo heppin að hafa í okkar röðum frábært starfsfólk sem leggur metnað í að vinna vel og veita góða þjónustu. Með öllu þessu frábæra starfsfólki okkar má segja að með því slái hjartað í fyrirtækinu.“

Í Sportveri er að finna allt fyrir útiveru og hreyfingu.

Linda segir að heimsfaraldurinn hafi gert það að verkum að útivist og hreyfing séu ofarlega í huga fólks en faraldurinn hafi líka ýtt undir þörfina á vefverslun. „Við erum að vinna að vandaðri og flottri vefverslun sem mun sameina allar okkar verslanir; Sportver – Sport24 og Útisport.“

Hún bætir við að eins og allir viti sé útivera og hreyfing afar nærandi fyrir sál og líkama . „Í þeim efnum bjóðum við upp á nánast allt sem fólk þarf á að halda til að  stunda útiveru og hreyfingu.“

Hjólreiðar helsta áhugamálið

En hver skyldu vera helstu áhugamál þeirra hjóna, Lindu og Einars?

„Áhugamál númer eitt eru hjólreiðar; bæði götuhjólreiðar og fjallahjólreiðar sem og ferðalög. Við tvinnum þetta gjarnan saman; hjólreiðar og ferðalög.“

Linda elskar að hjóla í góðum hóp.

Linda segir að það  hafi ýmislegt breyst í hjólreiðum síðan þau byrjuðum í bransanum. „Áður en við keyptum Sportver var Egill verslunarstjóri í reiðhjólaversluninni Örninn og vann þar í átta ár og það var í rauninni sá vettvangur sem dró okkur norður til að kaupa Sportver.

Á þeim tíma voru þetta aðallega krakkar og unglingar sem keyptu hjól en í dag hefur þetta alveg snúist við og það eru langmest fullorðnir sem kaupa sér hjól og rafmagnshjólin eru núna í algjörum algleymingi.“

Akureyri er fallegasti bær í heimi

Og þeim Lindu og Agli þykir einfaldlega Akureyri fallegasti bær í heimi og hvergi betra að búa en á Eyjafjarðarsvæðinu.“

Allir til í sumarið gallaðir upp frá Sportveri.

Varðandi framtíðina segir Linda: „Ég sé fyrir mér að í framtíðinni vaxi Akureyri yfir fjörðinn og þar verði svona „Mosó“ okkar Akureyringa – þar sem hægt verður að horfa yfir fallegu Akureyri – „Bæinn í skóginum.”

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -