Föstudagur 26. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Dagbjört fann fyrir heilögum anda: „Ég gat ekki höndlað þetta, fór í yfirlið og datt í gólfið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hildur María Sævarsdóttir tók viðtal við söngkonuna, laga- og textahöfundinn Dagbjörtu Rúriksdóttur í hlaðvarpsþætti sínum Lifa og Njóta.

Dagbjört gaf nýverið út smáskífuna Rauðu Flöggin undir listamannsnafninu DIA en hægt er að hlusta á plötuna meðal annars á Spotify.

Fædd söngkona

En vildi hún alltaf verða söngkona?

„Síðan ég fæddist þá bara, ég get næstum því sagt að ég hafi fæðst syngjandi en það væri haugalygi, en hérna en síðan ég man eftir eða síðan ég var svona sex, sjö ára hef ég alltaf elskað að syngja. Ég byrjaði reyndar í ballett, það er svona það fyrsta sem ég gerði þegar ég var svona fimm ára. Var að læra ballett í tólf ár, djassballett, nútímadans, hip hop líka aðeins; er ekkert geggjuð í hip hop en þú veist got the rhythmn eða vil ég halda.“

Var ballettinn þá það sem gaf henni styrk til að þora að koma fram?

- Auglýsing -

„Jú, nefnilega. Ég kom alltaf fyrst fram sem dansari og svo fór ég að syngja þegar ég var sjö, átta og leiklist með því; söng og leiklist í Borgarleikhúsinu. Fór svo í Söngvaborg og það var einhvern veginn svona byrjunin á mínum söngferli.“

„Ég fann þarna að þetta væri eitthvað sem ég vildi gera og er búinn að vera að syngja síðan þá en ég byrjaði ekkert að semja fyrr en svona 2015. Þá hafði ég líka loksins eitthvað að tala um; maður hefur ekkert eitthvað tala um þegar maður er bara ungur og vitlaus en svo um leið og maður lendir í fyrstu ástarsorginni, en fyrsta lagið var reyndar um svona fyrstu alvöru ástina mína en það var ástarlag og svo kom ástarsorgarlag og þú veist, en þar byrjaði þetta.“

„Allt sem ég sem um er um 100% lífsreynslu bara frá hjartanu, eitthvað sem ég hef lent í og svo er bara misjafnt hvaða tilfinningar ég er að ganga í gegnum og svo sem ég út frá því þannig að ég er að basically að meina hvert einasta orð. Lagið er algerlega sannsögulegt, Baby I‘m Sick, svo er vídjóið bara svona dramatísk útgáfa af hvað basically meðvirkni í hálfgerðu ofbeldissambandi gerir þér, skilurðu, þú gerir bara allt fyrir gaurinn; eitthvað sem þú myndir aldrei gera vanalega en svo endarðu bara í skítnum.“

- Auglýsing -

Sjósundið

Hún vill helst eyða dögunum sínum í að rugla í fólki og stunda sjósund. Hana rekur minni til þess að hafa séð fólk nýta sér köldu pottana í sundlaugunum og hugsaði með sér að það hlyti að vera eitthvað verulega að þeim því varla nokkur gæti viljað láta sig hafa þessa þjáningu viljandi en það átti eftir að breytast og mælir með sjósundi fyrir alla.

„Ég manaði mig í kalda pottinn og ég fékk svo mikið rush eftir þetta; ég fékk svo mikla endorfínlosun að ég fór alltaf aftur og aftur og aftur eins og maður gerir sko. Og svo plataði ég mig í sjósund, braut ísinn með því, það var hræðilegt fyrstu tvær mínúturnar svo dofnaði líkaminn og svo fór ég að tengja mig við náttúruna og tala við vini mína og eftir á var ég hláturskasti í þrjá tíma. Ég veit ekki hvort það sé bara ég en það svo mikil endorfínlosun í gangi heilanum, ég er náttúrulega edrú þannig að ég þarf að fá mitt kick einhversstaðar sko, og ég bara hef ekki hætt þessu síðan. Ég er bara í sjósundi þrisvar til fimm sinnum í viku á sumrin en það er kaldi potturinn á veturna.“

Erfitt að hætta í ruglinu

Dagbjört fór í svo í meðferð fyrir tæpum þremur árum síðan.

„Ég er með edrú app í símanum sem sýnir mér hvað ég er búin að vera lengi edrú en ég man auðvitað eftir edrúdeginum mínum því þetta er mikilvægasti dagur lífs míns eiginlega, 2. desember 2019 þannig að ég fór reyndar ekki í meðferð, ég hérna einhvern veginn, fyrst þegar ég reyndi að verða edrú það var 19. ágúst 2018. Ég man það einhvern veginn upp á tíu því ég var búin að vera svo glötuð við kærastann minn, þáverandi kærasta, og ég var svo miður mín og hann hafði eitthvert kvöldið þegar ég var að vera eitthvað leiðinleg og var að segja eitthvað leiðinlega hluti þá skrifaði hann allt sem ég var að segja niður í Notes, eitthvað sem ég myndi aldrei muna eftir næsta dag því ég var bara blind full, og svo sá ég þetta næsta dag og horfði á þetta svona og var bara frosin, ég var bara voru þetta hlutir sem ég var að segja, þetta var eins og einhver önnur manneskja, ég horfði bara á þetta frosin í svona tvær mínútur og hann var bara „ætlarðu ekki að segja eitthvað?“ og fór svo bara að gráta og ég fór upp og settist í einhvern sófa og var bara þar í sjokki! Ég hélt að ég væri bara einhver partýstelpa og ég hélt að ég væri bara skemmtileg á djamminu sem ég var kannski fyrir ókunnugu fólki eða fólki sem þekkti mig ekki vel en svo hleypti ég út öllum mínum sárum og öllum mínum áföllum og því sem ég var ekkert búin að vinna í við þann sem stóð mér næst og sagði bara einhverja ógeðslega hluti og ég trúði ekki að þetta væri ég! Og ég var svo miður mín að þetta var í fyrsta skiptið eftir sirka níu ára helgarneyslu sem ég ákvað að gera eitthvað í mínum málum.“

Hún hélt sér edrú í um fjóra mánuði en þar sem hún var ekkert að vinna í sjálfri sér datt hún aftur í það en þá leitaði hún í sterkari efni og kynntist fólki sem var að nota kókaín.

„Það var náttúrulega mjög aðlaðandi að geta fengið svona dýrt og áhrifaríkt efni bara frítt, þangað til ég ánetjaðist því. Ég fór frá því að vera bara eitthvað „ég ætla að taka eina línu fyrir þig“, eitthvað þykjast bara vera cool, yfir í að vera bara „má ég fá meira?!“ – ég var bara orðin fíkill. Þá var ég orðin virkilega hrædd.“

Eftir það fór hún að fara á fundi en vissi þá ekki hvernig hún átti að snúa sér og var hálf týnd í lífinu.

„Ég var samt alltaf að detta í það svona inn á milli, ég var eiginlega bara að drekka kaffi og skoða strákana og veit ekkert hvað ég var að gera.“

Varð edrú eftir rosalega helgi

„Ég varð edrú eftir rosalega helgi þar sem ég var orðin svo veik af alkóhólisma að ég gerði bara allt til að fá meira en áfengi en tímdi ekki að kaupa það sjálf þannig að ég endaði í partýi eftir bæinn með einhverjum strákum sem ég treysti engan veginn og þeir voru sem sagt að bjóða mér einhverja pípu. Þetta leit út fyrir að vera bara graspípa eða eitthvað, og ég var bara „já, það er ekki neitt fyrir mér!“, og þá kom bara að mér einhver stelpa í partýinu upp úr þurru að mér og sagði bara „Heyrðu! Ég held að þú þurfir að fara heim núna!“. Ég hélt bara að hún væri eitthvað öfundsjúk og kærastinn hennar í partýinu eða hún eitthvað pirruð að ég væri þarna. Ég var aðeins pirruð við hana en samt einhvern veginn ókei, fór með henni í leigubílnum. Ég vissi ekkert hver þessi stelpa var, hún bara kom einhvern veginn upp úr þurru og það ljómaði einhvern veginn af henni. Svo kom ég heim og sofnaði, hringdi í hana næsta dag og ég sagði bara „Takk fyrir að koma mér heim en hvað var í gangi? Af hverju vildirðu svona að ég færi?

„Þú veist að þú varst að fara að reykja krakk er það ekki?“

„Þetta var eitthvað sem ég var búin að lofa mér að ég myndi aldrei gera, reykja krakk! Þú veist, ég vissi alveg hvað ég var að gera, ég vissi alveg hvað ég var að gera, fá mér nokkra Mangó-Tangó og hafa gaman að lífinu og þykjast vera bara alveg með þetta en þarna var ég næstum farin að reykja krakk!“

Hinn heilagi andi

Eftir þetta fékk hún sér stuðningsfulltrúa og fór heilshugar í gegnum sporin með henni. Hún var þá orðin það örvæntingarfull að hún ákvað að fara með stuðningsfulltrúanum sínum á samkomu.

„Ég var að hlusta á svo einlægan og fallegan söng upp á sviði og svo var eitthvað fólk þarna fremst bara „Ó Jesús!“ en einhvern veginn var þetta svo einlægt og rosalega fallegt og hvort sem að þessi gæji væri til, eða þessi andi, þá fann ég bara hvað kærleikurinn var ríkjandi þarna inni og sameiningin og samkenndin og friðurinn sem ég fékk og ég varð bara lítil í mér. Allt í einu þessi gríma sem var búin að vera á andlitinu mínu í mörg ár, þessi bimbó gríma sem ég vildi að neinn myndi sjá mig eða særa mig aftur, skilurðu? Hún bara svona lak af mér og ég fór að hágráta og ætlaði að reyna að fara.“

Þá fékk stuðningsfulltrúinn hennar hana til að fara og láta biðja fyrir sér, sem hún samþykkti með semingi.

„Ég bað einhvern gæja um að láta biðja fyrir mér og hann bað fyrir mér og ég bara lokaði augunum og hann bara lagði höndina á ennið á mér og sagði „Heilagi faðir, viltu fylla hjarta hennar …“ eða eitthvað svona, ég man ekki nákvæmlega hvað hann sagði en það var eitthvað öflugt og fallegt. Áður en ég vissi af var hann farinn að tala tungum og ég var hætt að skilja þetta. Allt í einu fann ég að hann var eitthvað að snerta mig og ég var bara „Af hverju er þessi gæji eitthvað að snerta mig?“ og ég opnaði augun og hann var ekkert að snerta mig! Ég hélt að ég væri að missa vitið því ég var bláedrú og ég fann sterkt að einhver var að snerta mig. Þetta var svona eins og kærleikur og friður og skilyrðislaus ást og léttir og sameining. Og þetta var svo rosalega öflugt að ég gat ekki höndlað þetta, fór í yfirlið og datt í gólfið. Ég veit ekki hversu oft ég hef horft á sjónvarpið og verið hlæjandi að fólki sem dettur í gólfið og sagði að þetta væru allt leikarar og þetta væri kjánalegt en ég var ekki að leika, þetta var bara raunverulegt. Ég lá bara í gólfinu og bara eitt með honum eða henni eða þessu. Ég kýs að kalla þetta heilagan anda en það veit enginn hvað þetta er fyrr en við förum.“

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að neðan:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -