Mánudagur 20. maí, 2024
6.8 C
Reykjavik

Áfram ofurhetjur!

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ekkert lát virðist vera á ofurhetjuæði sem hefur staðið í rúm tíu ár.

Í þetta sinn þarf Thor að takast á við hina illu en máttugu Helu sem Óðinn kastaði niður í Niflheim við fæðingu.

Á hverju ári koma út tvær til þrjár myndir í þessum flokki og vekja miklar vinsældir, bæði hjá áhorfendum og gagnrýnendum.

Til heljar

Myndin Thor: Ragnarok var frumsýnd nýlega, en um er að ræða þriðju myndina um þrumuguðinn og hvorki meira né minna en sautjándu myndina í Avengers-seríu Marvel.

Í þetta sinn þarf Thor að takast á við hina illu en máttugu Helu sem Óðinn kastaði niður í Niflheim . Framleiðendur myndarinnar virðast þó hafa leitt hjá sér þá staðreynd að Hel sem Hela byggir á er eitt afkvæma Loka samkvæmt Eddukvæðum og Heimskringlu.

Í myndinni snýr Hela aftur frá undirheimum staðráðin í að leggja Ásgarð í eyði og koma bræðrum sínum og systrum, og mannkyninu í heild, fyrir kattarnef. Thor fær til liðs við sig bæði nýja og gamla félaga í baráttunni við þennan erfiða óvin.

Leðurblakan snýr aftur

- Auglýsing -

Í upphafi ofurhetjuæðisins sem nú er í gangi var Dark Knight-þríleikurinn hans Christopher Nolan, en í þeim snéri ein frægasta ofurhetja allra tíma, Batman, aftur á hvíta tjaldið. Í myndunum sem eru mun dekkri og alvarlegri en fyrri Batman-myndir glímir Batman við klassísk illmenni svo sem Scarecrow, Joker, Catwoman og Bane. Með hlutverk leðurblökunnar fer Christian Bale og voru flestir sammála um að hann næði persónunni mjög vel.

Í upphafi ofurhetjuæðisins sem nú er í gangi var Dark Knight-þríleikurinn hans Christopher Nolan.

Ofurfjölskyldufaðir

Í teiknimyndinni The Incredibles kynnumst við Bob Parr, öðru nafni Mr Incredible, og eiginkonu hans Helen, öðru nafni Elastic girl. Þau voru einar mestu ofurhetjur heims en hafa neyðst til að lifa í leyni undanfarin ár vegna aðfara yfirvalda gegn ofurhetjum. Þau búa í úthverfunum ásamt börnum sínum þremur, Violet, Dash og Jack-Jack, sem eru öll gædd ofurhæfileikum. Bob þráir ekkert heitar en að komast aftur í ofurhetjugallann og stekkur því á tækifærið þegar hann fær dularfull skilaboð um háleynilegt verkefni á fjarlægri eyju. Hann uppgötvar fljótlega að ekki er allt sem sýnist og hann þarf hjálp fjölskyldu sinnar við að bjarga heiminum fá gereyðingu.

- Auglýsing -
Í The Incredibles kynnumst við Mr Incredible,eiginkonu hans Elastic girl og börnum þeirra.

Andhetja eða ofurhetja?

Deadpool fjallar um ofurhetju sem hefur engan áhuga á að vera ofurhetja. Fyrrum sérsveitarmaðurinn og málaliðinn Wade Wilson greinist með ólæknandi krabbamein og í örvæntingu sinni samþykkir hann að gangast undir ólöglega lyfjameðferð sem á að gefa honum ofurkrafta. Þegar ofurkraftar Wade virkjast afmyndast húð hans einnig svo hann lítur út fyrir að hafa verið brenndur. Honum finnst hann því ekki eiga afturkvæmt til unnustu sinnar heldur ákveður að ná fram hefndum sem grímuklædda andhetjan Deadpool.

Deadpool fjallar um ofurhetju sem hefur engan áhuga á að vera ofurhetja.

Engir kraftar

Kick-Ass er ekki beint hefðbundin ofurhetjumynd að því leyti að aðalsöguhetjan er ekki gædd neinum ofurkröftum. Dave Lizewski er dálítið lúðalegur unglingur sem hefur brennandi áhuga á teiknimyndasögum, á nokkra góða vini og býr einn með föður sínum. Líf hans er fremur einfalt og þægilegt. Það er að segja þar til að hann ákveður einn daginn að gerast ofurhetja. Hann pantar sér búning á Netinu og heldur út á stræti borgarinnar til að koma í veg fyrir glæpi. Hann flækist þó fljótt inn í mun stærri og hættulegri mál en hann átti von á.

Kick-Ass er ekki beint hefðbundin ofurhetjumynd að því leyti að aðalsöguhetjan er ekki gædd neinum ofurkröftum.

Höfundur / Hildur Friðriksdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -