Miðvikudagur 11. september, 2024
9.1 C
Reykjavik

„Fannst ég hafa sigrað heiminn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hlaupin uppspretta gleði, endorfíns og nýrra félaga.

Helga Þóra hefur tekið þátt í mörgum af mest krefjandi fjallahlaupum heims.

Helga Þóra Jónasdóttir, sjúkraþjálfari hjá Sjúkraþjálfuninni Afli, byrjaði að hlaupa árið 2004 og fjalla- og utanvega hlaupin fönguðu hana fimm árum seinna. Hún hefur tekið þátt í mörgum af erfiðustu fjallahlaupum í heimi meðal annars í Ölpunum.

„Ég byrjaði að æfa reglubundið snemma árið 2008 en þá skráði ég mig í New York-maraþonið sem er haldið í byrjun nóvember ár hvert. Þá alveg grunlaus um hvað utanvega- og fjallahlaup væru. En kærastinn minn, sambýlismaður í dag, kom þeirri hugmynd að mér um vorið þegar hann nefndi að Laugavegshlaupið væri spennandi kostur sem keppnishlaup. Hann hefur alltaf sýnt hlaupunum mínum mikinn áhuga og verið einn af mínum dyggustu stuðningsmönnum. Mér fannst hann algjörlega léttgeggjaður og rúmlega það enda hafði lengsta keppnishlaupið mitt á þessum tímapunkti verið hálft maraþon. Mér fannst galið að taka þátt í 55 kílómetra hlaupi á hálendinu áður en ég reyndi við maraþonvegalengd sem er rétt rúmir 42 km. Það fór nú samt þannig að tveimur dögum seinna skráði ég mig í Laugavegshlaupið, æfði samviskusamlega næstu vikurnar og kláraði hlaupið. Og þótt það hljómi dramatískt þá gerðist eitthvað í þessu hlaupi, mér fannst svo mergjað að hlaupa úti í náttúrunni, nánast í afdölum, og geta farið svona langt án þess að ganga af mér dauðri. Fyrir utan náttúrufegurðina sem ég hafði aldrei kynnst á þessum slóðum. Mér fannst ég hafa sigrað heiminn.“

Skemmtilegt og fræðandi viðtal er við Helgu Þóru í 10. tbl. Vikunnar.

Texti / Ragnhildur Aðalsteinsdóttir
Myndir / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -