Þriðjudagur 19. mars, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Auktu hamingju þína með einföldum ráðum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nokkur ráð til að auka hamingju sína.

Engin þörf er á því að verja stórfé eða snúa lífi sínu á hvolf til að hækka hamingjustigið hjá sér. Heilmargt er hægt að gera til að auka hamingju sína og hér eru nokkur ráð sem gott væri að tileinka sér.

Mikilvægi jákvæðra hugsana
Það er sérdeilis gott að venja sig á að hugsa jákvætt um sjálfan sig á hverjum degi, þó ekki væri nema í nokkrar sekúndur. Dást að nýju klippingunni fyrir framan spegilinn, þakka sér góðan árangur eða dugnað og annað í þeim dúr. Gott er líka að skrifa niður hugsanir sínar eins oft og hægt er og geyma þar sem aðrir sjá ekki, með því að koma þeim á blað nær maður samhengi hlutanna betur. Ekki hika við að deila góðum stundum með öðrum, til dæmis á Facebook eða snappinu.

Mikilvægi hvíldar
Hvíld er mikilvæg, ekki bara heima, heldur líka í vinnunni. Þegar mikið er að gera freistast maður til að fá sér snarl og borða það á meðan maður vinnur. Betra er að taka sér stutta pásu en enga og koma ferskari að verkefninu á eftir. Helgarfríum verja flestir í skemmtanir, ferðalög og annað slíkt en ekki má gleyma hvíldinni. Það tekur langan tíma að ná úr sér uppsafnaðri þreytu, svo verum ekkert að safna henni upp. Með því til dæmis að kíkja á tölvupóstinn sinn um leið og maður vaknar er maður sjálfkrafa kominn í vinnugírinn í stað þess að leyfa huganum að hvílast ögn lengur, eða þar til komið er til vinnu.

Litlar áskoranir
Finndu leið til að hrista upp í daglegri rútínu þinni til að hún festist ekki í fari. Lítil áskorun vikulega? Að brosa framan í einhvern ókunnugan sem gleður ekki bara viðkomandi, heldur einnig þig. Sjónvarps- eða símalaus dagur í algjörri ró. Eða klífa fjöll ef þú hefur ekki prófað það. Prófa nýjan kaffidrykk eða nýjan veitingastað. Allt til að breyta aðeins út af vananum.

Sniðugt er líka að gera alltaf eitthvað spennandi einn dag í viku. Það þarf ekki að vera stórt, kannski ilmandi freyðibað eða að byrja á nýrri bók, eitthvað sem þú getur hlakkað til alla vikuna. Föstudagar, í lok vinnuvikunnar hjá flestum, gætu verið hentugir.

Texti / Guðríður Haraldsdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -