Fimmtudagur 7. nóvember, 2024
11.4 C
Reykjavik

Hannar buxur sem móta líkamann

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Burt með hliðarspikið.

Bráðum mun Theodóra koma á markað með sínar eigin gallabuxur.

Theodóra Elísabet Smáradóttir, hönnuður og framkvæmdarstjóri, byrjaði ung að skapa og sjá tækifæri í nánast öllu í umhverfinu. Hún rekur hönnunarfyrirtæki og verslun í Kópavogi ásamt eigimanni sínum þar sem hún selur meðal annars hinar vinsælu MuffinTopKiller®-buxur sem halda vel utan um miðjusvæði líkamans.

„Ég hafði fengið mig fullsadda af illa sniðnum buxum með vonlausum streng í mittinu sem annað hvort var svo víður að buxurnar héldust ekki uppi eða með alltof þröngum mjóum streng sem skarst inn í mittið og bjó til það sem oft er kallað „muffintop“ eða hliðarspik sem kemur upp úr strengnum. Ég fór af stað í þróunarvinnu til að geta hafið framleiðslu á MTK-efninu í teygjuna. Þetta efni er framleitt fyrir okkur erlendis og hvergi annarsstaðar hægt að fá. Gott aðhald og þægindi er helsta sérstaða buxnanna.Teygjan mótar miðjusvæði líkamans og gefur þetta góða aðhald sem konur eru sjúkar í. Þær eru þægilegar, styðja vel við magann og móta línurnar í stað þess að búa til muffintop eins og margar aðrar buxur gera. Buxurnar henta öllum konum, á öllum aldri og í öllum stærðum. Það er alveg sama hvernig við erum í laginu, það skiptir okkur allar máli að líða vel yfir daginn og finna til frelsis“.

Dýrmætur lærdómur frá ömmu

Sköpunarkrafturinn hefur fylgt Theodóru frá barnæsku og saumaáhuginn kviknaði um 4-5 ára aldurinn þegar amma hennar kenndi henni á saumavél. „Amma mín, Theodóra Elísabet „nafna mín og vinkona“ eins og við kölluðum okkur, er fyrirmyndin mín. Strax á þessum aldri var ég með miklar hugmyndir um hvað ég vildi skapa og amma leyfði þessum sköpunarkrafti að blómstra. Hún stoppaði mig aldrei af með því að segja hvernig hlutir ættu að vera samkvæmt bókinn en var alltaf tibúin á hliðarlínunni svo ég færi mér ekki að voða í sumum af þessum framkvæmdum. Hún var reiðubúin að aðstoða mig um leið og ég var opin fyrir hennar ráðleggingum þegar ég sá að hlutirnir gengu ekki alveg upp eins og þeir höfðu gert í huga mér. Það dýrmætasta sem hún kenndi mér var að láta hugann ráða og finna út hvernig ég gat leyst það sem ég sá fyrir mér. Stundu gengu hlutirnir upp og stundum alls ekki og á því lærði ég einmitt mest. Ég sé í dag að það var leið ömmu til að kenna mér án þess að takmarka hugann. Svona lærði ég að allt er hægt og ég trúi því enn í dag – það er bara spurning hvað þú ert tilbúin að leggja á þig til að framkvæma það. Ég reyni eftir bestu getu að kenna dætrum mínum það sama – setja sér engar hindranir. Ef þær mæti lokuðum dyrum að finna þá opin glugga til að skríða inn um. Gefast ekki upp en það sé í lagi að hætta ef þær telji það rétt. Ég er enn að læra þann hluta, að það megi hætta að vel ígrunduðu máli án þess að það kallist uppgjöf.“

Mikilvægar fjölskyldustundir

Teygjan í MuffinTopKiller®-buxunum mótar miðjusvæði líkamans og gefur gott aðhald.

Eignmaður Theodóru er Sigurður Jónsson og hann starfar að fullu með henni í rekstrinum. Þau eiga þrjár dætur sem heita Viktoría Sól, 5 ára, Elísabet Sól, 2 ára, og Ísabella Sól, 5 mánaða. „Það gengur vel að samtvinna þetta en getur auðvitað verið krefjandi suma daga ekki síst fyrir dæturnar sem þurfa oft að þvælast með mömmu og pabba á fundi og jafnvel á sýningar erlendis. Við erum mjög meðvituð um að ofbjóða þeim ekki og pössum að hafa svoleiðis daga líka skemmtilega fyrir þær. Við erum vöknuð og byrjuð að vinna fyrir klukkan 6 á morgnana og hættum að vinna klukkan 16 þegar tvær elstu eru búnar í leikskólanum. Yngsta stelpan er með okkur foreldrunum allan daginn og verður heima til alla vega eins árs aldurs þegar hún fer í dagvistun. Við vinnum ekki um helgar heldur nýtum tímann saman enda er fjölskyldan í fyrsta sæti hjá okkur. Stelpurnar okkar er mikil partídýr sem vilja helst vera í eða halda matarboð með vinum okkar og fjölskyldu allar helgar og njóta lífsins saman sem við svo sannarlega gerum,“ segir Theodóra.

Þau hjónin reka verslun að Hlíðarsmára 4 í Kópavogi og margt áhugavert framundan. Auk MTK-buxnanna eru til sölu ýmis annar fatnaður sem Theodóra hannar. Í hinum helmingi verslunarinnar eru barnavörur til sölu, meðal annars barnavagn sem hún lét framleiða sérstaklega fyrir íslenskar aðstæður.

Allar nánari upplýsingar eru á heimasíðunni muffintopkiller.com

- Auglýsing -

Texti: Ragnhildur Aðalsteinsdóttir
Myndir: Aldís Pálsdóttir og Kári Sverrisson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -