Miðvikudagur 11. september, 2024
7.8 C
Reykjavik

Ilmandi vellíðan

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ilmolíur eru notaðar bæði til yndisauka og til að bæta andlega og líkamlega heilsu.

Lavender, eða lofnarblóm eins og það heitir á íslensku, hefur róandi áhrif á líkama og sál.

Auk ilmsins eru þær sagðar bera með sér eiginleika plöntunnar sem þær eru unnar úr. Þær hafa því marga mismunandi eiginleika og eru notaðar til að meðhöndla ýmsa ólíka kvilla. Þó vissulega megi deila um virkni eða lækningarmátt ilmolía er vert að hafa í huga að þær auka einnig vellíðan og róa hugann sem er alls ekkert sjálfgefið. Ilmolíur geta hentað misvel fyrir hvern og einn, því er best að prófa sig áfram og finna hvað hentar sér. Gæta þarf að nota eingöngu náttúrulegar ilmkjarnaolíur (e. essential oils) en ekki olíur með ilmefnum, því þær hafa ekki sömu virkni. Hér eru nokkrar ilmolíur sem geta komið að góðu gagni í vetur og til hvers má nota þær.

Lavender
Lavender, eða lofnarblóm eins og það heitir á íslensku, hefur róandi áhrif á líkama og sál. Gott er að setja nokkra dropa undir koddann til að tryggja væran nætursvefn en einnig er hægt að bæta henni í baðið, í bland við aðra góða olíu, til að eiga slakandi og endurnærandi stund. Lavender er einnig talin bakteríu- og sveppadrepandi svo hún getur reynst góð fyrir þá sem eiga við einhvers konar húðvandamál að stríða en ekki má nota hana óþynnta beint á húð.

Eucalyptus-plantan virkarvel á vöðva- og liðverki og er oft meðal innihaldsefna í hitakremum og bólgudrepandi krem.

Eucalyptus
Eucalyptus-plantan frá Ástralíu er talin bæði bólgueyðandi og stíflulosandi. Hún virkar því vel á vöðva- og liðverki og er oft meðal innihaldsefna í hitakremum og bólgudrepandi krem.
Hún getur einnig verið góð fyrir lungu og kinnholur; til dæmis til að anda að sér og losa um stíflur. Settu þrjá til sex dropa í skál af heitu vatni, breiddu handklæði yfir höfuðið og andaðu gufunni að þér í nokkrar mínútur.

Kamilla
Kamilluolía er best þekkt fyrir róandi og slakandi áhrif sín en er mildari en lavender og má því nota á börn.
Gott er að setja dropa undir koddann hjá börnunum fyrir svefn eða jafnvel nokkra dropa í baðvatnið eftir langan skóladag.
Kamilla er einnig sögð hafa slakandi áhrif á meltingarkerfið og því er mælt með því að drekka kamillute þegar maður þjáist af magakveisu eða gubbupest.

Origanóolía er sannkallað þarfaþing yfir vetrartímann.

Frankincense
Frankincense er kraftaverkaolía sem hefur verið notuð svo öldum skiptir. Hún er sótthreinsandi, bakteríudrepandi, samandragandi, vindeyðandi, örvar meltingu, vökvalosandi, slímlosandi, róandi, kemur jafnvægi á estrogen framleiðslu líkamans og hjálpar sárum að gróa hraðar.
Frankincense-olía er mjög góð fyrir kvíða, streitu og þunglyndi því hún lyftir andanum og róar um leið. Hún er einnig mjög góð til að koma jafnvægi á blæðingar og minnkar fyrirtíðarspennu, tíðarverki og er góð á breytingaskeiðinu.
Olían er hóstastillandi og slímlosandi og því góð í allar kvefblöndur.
Olían er mjög góð fyrir feita húð og eldri húð þar sem hún minnkar hrukkur, minnkar fituframleiðslu húðarinnar og minnkar sár og ör af völdum bóla.

Origanó
Origanóolía er sannkallað þarfaþing yfir vetrartímann. Hún er mjög breiðvirkt bakteríudrepandi, sveppadrepandi og veirudrepandi auk þess sem hún er bólgueyðandi, andoxandi, hormónajafnandi og bætir meltingu.
Hún góð við myglu, hvers kyns sýkingum, örvar blóðflæðið, styrkir ónæmiskerfið og er talin virkja serótónín viðtaka í frumum.

- Auglýsing -

Texti / Hildur Friðriksdóttir
Myndir / www.pixabay.com

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -