Miðvikudagur 21. febrúar, 2024
1.8 C
Reykjavik

Mjúkar en sterkar fyrirmyndir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Flottar konur á samfélagsmiðlum sem gaman er að fylgjast með.

Sýnt hefur verið fram á að mörgum konum líður verr með sjálfar sig eftir að hafa flett í gegnum tískublöð. Fyrirsætur í minnstu stærðum prýða síður þeirra í miklum meirihluta og þar sem meðalkonan er talsvert stærri er kannski ekki skrítið að fyrirmyndirnar séu örlítið á skjön við raunveruleikann og augljóslega erfitt að samsama sig hinni hefbundnu ofurfyrirsætu. Við fögnum fjölbreytileikanum h og mælum með nokkrum dásamlega mjúkum en sterkum fyrirmyndum sem gaman er að fylgjast með á samfélagsmiðlunum.

Nadia Aboulhosn
Nadia Aboulhosn er líbansk-amerískur tískubloggari og fyrirsæta sem virðist vera að minnka gjána á milli fyrirsætna í minnstu stærðum og svokallaðri yfirstærð (sem við á ritstjórn Vikunnar köllum bara eðlilega stærð!).

Hún hefur unnið að fatalínum fyrir boohoo.com, Addition Elle og Lord & Taylor og birst í stærstu tískublöðum heims á borð við ítalska Vogue.

Nadia er mikil talskona jákvæðrar líkamsvitundar og sjálfssáttar og hefur smám saman byggt upp ný viðmið og nýja fegurðarímynd innan tískubransans. Fylgist með dívunni á Nadiaaboulhosn.com.

________________________________________________________________

- Auglýsing -

Tara Lynn
Hægt er að finna Töru Lynn á Instagram undir @taralynn en hún er ein frægasta yfirstærðarfyrirsæta heims í dag. Hún er hvað þekktust fyrir undirfatafyrirsætustörf sín en hún hefur einnig meðal annars setið fyrir á forsíðum ítalska Vogue og Elle.

________________________________________________________________

- Auglýsing -

Franceta Johnson
Tískubloggarinn Franceta Johnson er frábær tískufyrirmynd og fyrirmynd kvenna almennt og þá sérstaklega þeirra sem eru í stærri stærðum. Hægt er að finna hana á Instagram undir @francetajohnson.

________________________________________________________________

Denise Bidot
„There is no wrong way to be a woman,“ segir á forsíðunni á vefsíðu fyrirsætunnar Denise Bidot og gætum við ekki verið þeim orðum meira sammála. Gullfalleg og klár kona með guðdómlegar mjúkar línur sem hægt er að líta upp til. Denisebidot.com og @denisebidot á Instagram.

________________________________________________________________

Ashley Graham
Nafn Ashley Graham er á allra vörum en hún er fyrsta fyrirsætan í yfirstærð til að prýða forsíðu tímaritsins Sports Illustrated. Þá hefur hún einnig birst á síðum Vogue, Harper´s Bazaar, Glamour og Elle. Nýverið höfum við einnig séð hana í herferð fyrir sænska fataframleiðandann Lindex. Líklega stærsta nafnið í „mjúku konu bransanum“ í dag og virkilega þess virði að fylgjast með ævintýrum hennar á Instagram, hvort sem það er til að fá stíl- eða förðunarinnblástur eða til að fá pepp almennt. @theashleygraham.

________________________________________________________________

Candice Huffine
Candice Huffine er andlit sem margir ættu að kannast við en hún hefur unnið fyrir mörg stærstu nöfnin í bransanum og meðal annars pósað fyrir hið víðfræga Pirelli-dagatal. Candice er mjúk fyrirsæta í hörkuformi sem gaman er að fylgjast með á samfélagsmiðlunum. Hana má finna á Instagram, @candicehuffine.

________________________________________________________________

Gabi Fresh
Gabi Fresh byrjaði með tískublogg árið 2008 þar sem áhugasvið hennar, tíska og blaðamennska, kom að góðum notum. Síðan þá hefur bloggið orðið að hennar aðalstarfi og hún áhrifamikil tískufyrirmynd fyrir konur af mýkri gerðinni. Við mælum með vefsíðunni hennar Gabifresh.com.

Texti / Helga Kristjáns

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -