Föstudagur 1. nóvember, 2024
2.8 C
Reykjavik

„Reyndi að sannfæra lækna um að ég væri að fá hjartaáfall“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Skrápurinn hefur harðnað segir snapparinn Guðrún Veiga Guðmundsdóttir.

Guðrún Veiga Guðmundsdóttir deilt sigrum og sorgum með fylgjendum sínum.

Undanfarin tvö ár hefur Guðrún Veiga Guðmundsdóttir deilt sigrum og sorgum með fylgjendum sínum og er þekkt fyrir hreinskilna og óheflaða framkomu.
Þeir sem hafa fylgst með Guðrúnu Veigu á snappinu hennar, gveiga85, þekkja orðið vel helstu persónur og leikendur. Þar verður fyrst að nefna Tuskubrand sem er annað orð yfir eiginmann hennar Guðmund sem er annálaður hreingerningarmaður. Hann er í daglegu tali oftast nefndur Tuski. Sigrún Þórdís fékk síðan viðurnefnið Skítapása fljótlega eftir að hún fæddist og svo birtist Gudda kuti reglulega en hún tekur á málefnum sem Guðrúnu Veigu mislíkar að fólk viðri við hana á miðlinum.

„Það er ótrúlegt hvað getur borist hér í gegn; allt frá athugasemdum um lit í augabrúnunum á mér upp í hvernig ég sinni móðurhlutverkinu. Sumum finnst sjálfsagt að segja hvað sem er við mann.

Ömurleg komment höfðu mikil áhrif á mig til að byrja með og það fyrsta sem ég fékk var eftir að ég hafði keypt mér nokkur naglalökk sem ég sýndi á snappinu. Það hljóðaði svona: „Svona beljur eins og þú sem fæðast með silfurskeið í munninum. Ógeðslega dekurdósin þín sem lætur manninn þinn, sjómanninn, vinna fyrir sér.“

„Svona beljur eins og þú sem fæðast með silfurskeið í munninum. Ógeðslega dekurdósin þín sem lætur manninn þinn, sjómanninn, vinna fyrir sér.“

Ég varð eyðilögð og ætlaði að hætta þessu og helst henda símanum beinustu leið í ruslið en hugsaði svo með mér að ég ætlaði ekki að láta einhvern grautfúlan aðila úti í bæ skemma fyrir mér.

Síðan þá hefur skrápurinn harðnað og ég er nokkuð ónæm fyrir þessu nema þegar kemur að börnunum mínum, ég er viðkvæm fyrir móðurhlutverkinu.

Viðtalið má lesa í heild sinni í glænýju Jólablaði Vikunnar.

Guðrún Veiga hefur glímt við kvíða af og til um árabil en fyrir þremur árum fékk hún fyrsta ofsakvíðakastið. „Þá var mér sagt upp í vinnunni. Ég átti von á því þar sem ég vissi af niðurskurðinum og ég var nýjasti starfsmaðurinn en ég bar mig vel og sagði að mér yrði fokk sama ef til þess kæmi. Þegar að því kom brotnaði ég hins vegar alveg niður. Mér fannst þetta svo mikil höfnun, eins og ég hefði ekki staðið mig og mér leið hræðilega. Ég lá tímunum saman í fósturstellingunni, fannst ég ekki ná andanum, þarmarnir vera að springa og ég ofandaði. Síðan þá hef ég fengið ofsakvíðakast nokkrum sinnum en það kemur helst þegar álagið er of mikið.

- Auglýsing -

Síðasta kast fékk ég í janúar þegar ég áttaði mig á að ég væri að fara að ganga í gegnum það að eiga barn aftur eftir fáeina mánuði.

Ég reyndi þá mikið að sannfæra læknana um að ég væri að fá hjartaáfall en þeir náðu loksins að fullvissa mig um að þetta væri kvíðinn,“ segir hún hlæjandi.

Viðtalið má lesa í heild sinni í glænýju Jólablaði Vikunnar.

- Auglýsing -

Texti / Ragnhildur Aðalsteinsdóttir
Myndir / Aldís Pálsdóttir
Förðun / Björg Alfreðsdóttir með YSL
Fatnaður / AndreA

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -