Segir vinkonu sína hafa farið yfir strikið í fegrunaraðgerðum

Breska fyrirsætan Katie Price fór nýverið í andlitslyftingu en vinkona hennar er ekki hrifin og skrifaði um það pistil.

 

Breska söng- og fjölmiðlakonan Kerry Katona segir vinkonu sína, glamúrfyrirsætuna Katie Price, hafa farið yfir strikið í fegrunaraðgerðum en sú síðarnefnda gekkst nýverið undir andlitslyftingu.

„Að sjá myndir af vinkonu minni Katie Price eftir nýjustu aðgerða var svakalegt,“ skrifaði Katona meðal annars í pistil sem birtist í new! magazine. „Ég elska Kate í tætlur en mér finnst hún hafa farið yfir strikið.“

Þá bað Katona vinkonu sína um að hugsa sig tvisvar um áður en hún íhugar að fara í aðra fegrunaraðgerð. „Hún er falleg en er greinilega að glíma við óöryggi. Hún þarf að fara varlega núna.“

AUGLÝSING


Sjálf hefur Katona farið í fegrunaraðgerðir í gegnum tíðina en skrifar í pistil sinn að þær aðgerðir hafi allar heppnast vel.

Ekki missa af þessum

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is