Miðvikudagur 17. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Stællegar mömmur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mömmubloggarar hafa aldrei verið vinsælli en nú.

Svokallaðir mömmubloggarar hafa aldrei notið jafn mikilla vinsælda og nú, enda frábært að geta fengið stílráð og mömmumola á sama stað. Hér eru bloggsíður fantaflottra mæðra sem við mælum með að þið smellið á í næsta netrúnti.

Ruth Crilly (mynd að ofan)
Ruth Crilly er fyrirsæta og móðir sem á von á sínu öðru barni. Hún hefur lengi haldið úti „bjútí“bloggsíðu og vinsælli YouTube-stöð en eftir að hún varð móðir stofnaði hún bloggið TheUpphill.com þar sem hún fjallar um allt sem snýr að móðurhlutverkinu. Hún er sjarmatröll mikið með einstaklega smitandi húmor, við mælum með henni heilshugar.

_______________________________________________________________

Bloggsíðan hennar Joönnu var einungis hobbí en er nú orðið að hennar aðalatvinnu.

Joanna Goddard
Joanna byrjaði feril sinn hjá Cosmopolitan og þekkir því fjölmiðlabransann inn og út. Hún hefur einnig skrifað fyrir Elle, Glamour, New York, Condé Nast Traveler og Martha Stewart Living. Bloggsíðan hennar, sem í byrjun var einungis hobbí, er nú orðið að hennar aðalatvinnu. Fylgist með ævintýrum hennar og fjölskyldunnar á CupOfJo.com.

_______________________________________________________________

Síðan bloggsíðan hennar Anh fór á flug hefur hún birst í Elle og Glamour.

Anh Sundstrom
Anh Sundstrom er mamma hennar litlu Luciu og fáránlega smart markaðsstýra en hún heldur úti mömmutískublogginu 9to5Chic.com. Síðan bloggsíðan hennar fór á flug hefur hún birst í Elle og Glamour, meðal annars.

- Auglýsing -

_______________________________________________________________

Sofi heldur úti gríðarvinsælu bloggsíðunni Sofi´s Snapshots (Sofissnapshots.com).

Sofi Fahrman
Hin sænska Sofi heldur úti gríðarvinsælu bloggsíðunni Sofi´s Snapshots (Sofissnapshots.com), hún hefur gefið út fjórar bækur sem farið hafa beint á topp vinsældarlista, og stjórnað sænsku útgáfunni af Project Runway. Talandi um mömmuinnblástur!

_______________________________________________________________

- Auglýsing -
Rachel Parcell hefur grætt á tá og fingri síðan hún stofnaði vefsíðuna sína Pink Peonies.

Rachel Parcell
Rachel Parcell hefur grætt á tá og fingri síðan hún stofnaði vefsíðuna sína Pink Peonies og meðal annars hannað sína eigin skartgripalínu. Hægt er að fylgjast með þessari sjarmerandi tveggja barna móður á Pinkpeonies.com.

_______________________________________________________________

Hin hrikalega smarta Anjelica Lorenz.

Anjelica Lorenz
Við mælum með því að þið kíkið á bloggsíðu hinnar hrikalega smörtu Anjelica Lorenz, Modejunkie.com, hvort sem það er til að fá stílinnblástur eða hugmyndir fyrir næsta barnaafmæli.

_______________________________________________________________

Emily Schuman spreytir sig í mömmuhlutverkinu á www.cupcakesandcashmere.com

Emily Schuman
Cupcakes and Cashmere hefur lengi verið vinsælt tískublogg en nýverið hafa lesendur þess fengið að fylgjast með hvernig Emily Schuman spreytir sig í mömmuhlutverkinu. Bollaköku- og kasmírblanda klikkar seint! Cupcakesandcashmere.com

_______________________________________________________________

Tveggja barna móðirin Charlotte birtist reglulega á síðum tímarita á borð við Vogue Paris, InStyle, Nylon og W Magazine.

Charlotte Groeneveld-Van Haren
Tveggja barna móðirin Charlotte er þekkt fyrir frábæran stíl og birtist reglulega á síðum tímarita á borð við Vogue Paris, InStyle, Nylon og W Magazine. Mömmustílinnblástur beint í æð! Thefashionguitar.com

Texti / Helga Kristjáns

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -