Föstudagur 19. apríl, 2024
1.8 C
Reykjavik

Styðst við óhefðbundnar aðferðir í sjálfsvinnunni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Skekkt líkamsímynd og óraunhæfar væntingar stóðu í veginum.

Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir er komin áfram í Söngvakeppninni 2018 ásamt sönghópnum Fókus.

Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir tekur þátt í Söngvakeppninni 2018 ásamt sönghópnum Fókus. Lagið þeirra, Aldrei gefast upp, komst áfram í úrslitakeppnina.

„Meðlimir Fókushópsins kynntust við gerð raunveruleikaþáttanna The Voice Ísland veturinn 2016-2017. Þegar þáttunum lauk höfðum við öll mikinn áhuga á að vinna meira saman og höfum verið að koma fram hér og þar síðan þá,“ segir Hrafnhildur sem ólst upp á bóndabæ í Húnavatnssýslu frá fimm ára aldri. „Þar græddi ég stjúppabba og tvo bræður og ólst upp á yndislegum stað í kringum húsdýr, fallega náttúru, álfa og huldufólk. Eldri bóndinn, sem varð afi minn, var mjög andlegur maður. Á sjötugsaldri breiddi hann alltaf ullarpeysuna sína á gólfið í stofunni, gerði jógaæfingar og setti fæturna aftur fyrir haus. Ég bað fljótlega um mína eigin lopapeysu svo ég gæti gert æfingar með honum.“

Þótt Hrafnhildur hafi lengi stundað söng og víða komið fram síðastliðin 23 ár var það ekki fyrr en nýlega sem hún varð þekkt nafn. „Ég held að ástæðan hafi verið sambland af lélegu sjálfstrausti, skekktri líkamsímynd og óraunhæfum væntingum bæði til sjálfrar mín og annarra. Þegar sjálfsmyndin er brotin þarf oft mikla vinnu og langan tíma til að trúa því að maður geti haft eitthvað eftirsóknarvert að bjóða. Ég fór að vinna mikið í sjálfri mér fyrir 10 árum og hef mest stuðst við óhefðbundnar aðferðir því þær hefðbundnu hentuðu mér illa. Ég hef mikla trú á að maður geti læknað svo margt sjálfur með því að hugsa vel um sálina sína og læra að elska sig. Þótt sjálfsvinnu sé aldrei alveg lokið get ég samt sagt núna að ég sé ástfangin af sjálfri mér og standi sterk í því sem ég geri,“ segir Hrafnhildur.

Ýtarlegt viðtal er við Hrafnhildi í 7. tbl. Vikunnar.

Texti / Ragnhildur Aðalsteinsdóttir
Myndir / Hákon Davíð Björnsson

 

- Auglýsing -

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -