Miðvikudagur 17. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Þær breyttu til batnaðar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eftirtaldir fatahönnuðir og kvenskörungar hristu upp í úreldum hefðum og höfðu mikil áhrif á það hvernig við klæðum okkur í dag.

Mary Quant

Mary Quant kynnti meðal annars til sögunnar mínipilsið sem breytti því hvernig konur klæddust til frambúðar.

Það varð mikil bylting í tískunni þegar fatahönnuðurinn Mary Quant mætti á svæðið á sjöunda áratug síðustu aldar. Hún kynnti meðal annars til sögunnar mínipilsið sem breytti því hvernig konur klæddust til frambúðar. Á þessum árum varð önnur bylgja feminískra hreyfinga til og konur upplifðu kynferðislegt frelsi með komu getnaðarvarnarpillunnar á markað. Það var engu líkara en þær vantaði áþreifanlega táknmynd í stíl við vaxandi frelsið.

Það tóku ekki allir vel í þessar breytingar á klæðaburði kvenna en í ævisögu Mary Quant minnist hún þess að uppáklæddir eldri karlmenn hafi barið regnhlífum sínum harkalega í gluggana á fyrstu búð hennar og öskrað ókvæðisorð á borð við: „siðlaust!“ og „ógeðslegt!“.

… í ævisögu Mary Quant minnist hún þess að uppáklæddir eldri karlmenn hafi barið regnhlífum sínum harkalega í gluggana á fyrstu búð hennar og öskrað ókvæðisorð á borð við: „siðlaust!“ og „ógeðslegt!“

En Mary hélt ótrauð áfram að breyta tískuheiminum með því að hrista upp í íhaldssömum hefðum. Hún hjálpaði konum að tjá sig og gaf þeim það sem þær sóttust eftir: uppreisn. Mínipilsið var táknmynd uppreisnar gegn gömul hefðum og stóð fyrir kynþokka og kynlíf og að klæðast því var pottþétt leið til þess að pirra íhaldssama foreldrana.

Áður var ætlast til þess að stúlkur líktu eftir klæðaburði mæðra sinna en femínistahreyfingarnar gáfu skít í þá hugmyndafræði. Mary gerði sér grein fyrir því að mínipilsatískan átti upptök sín í götutískunni og viðskiptavinir hennar gerðu kröfur um æ styttri pils og þannig hjálpaði hún til við að frelsa konur á sjöunda áratuginum undan úreltum hefðum og gömlum gildum.

Vivienne Westwood

- Auglýsing -

Það varð mikil breyting á landslagi tískunnar á áttunda áratugnum, þegar glimmer og glamrokk sixtís-tímans rann sitt skeið þar sem David Bowie og Bítlarnir voru helstu tískufyrirmyndirnar. Í miðjum umsviptingunum var breski fatahönnuðurinn Vivienne Westwood.

Hún byrjaði ferilinn með því að reka verslunina SEX með kærasta sínum en þau hönnuðu rennilása, pinna, nælur og armbönd með pólitískum skilaboðum.

Hún byrjaði ferilinn með því að reka verslunina SEX með kærasta sínum en þau hönnuðu rennilása, pinna, nælur og armbönd með pólitískum skilaboðum.

Seint á áttunda áratugnum varð pönktónlist leið breskra ungmenna til þess að fá útrás og tjá reiði sína gegn stjórnvöldum. Tvær milljónir atvinnulausra fékk meðal annars útrás í gegnum pönkið og með því að klippa og næla saman skotapilsið, sem var gjarnan notað sem táknmynd drottningarinnar.

- Auglýsing -

Vivienne var rétt kona á réttum stað og gaf anarkistunum rödd innan hátískunnar. Hún blandaði köflóttu skotamynstri saman við gaddaðar hundaólar, skreytti allskyns fatnað með öryggisnælum og gerði hátískuvöru úr kynlífsklæðnaði.

Diane Von Furstenberg

Diane Von Furstenberg er viðskiptamógull í sinni tærustu mynd. Ekki nóg með að samkvæmt Forbes er hún ein allra ríkasta kona Bandaríkjanna með tilliti til tekna heldur náði hún heldur betur að snúa vörn í sókn þegar fyrirtæki hennar átti í erfiðleikum á níunda áratugnum og kom enn sterkari inn á markað aftur með sívinsælu bundnu kjólana sína sem hún sló upprunalega í gegn með á áttunda áratugnum.

Saga Diane er einkar merkileg því hún hefur aldrei í raun þurft að vinna. Hún kynntist eiginmanni sínum, prinsinum Egon von Furstenberg í háskólafríi í svissnesku Ölpunum og stuttu síðar giftu þau sig.

Diane var þó alltaf staðráðin í að gera meira en að njóta lífsins lystisemda í boði eiginmannsins og hefur löngum sagt að það sé henni einna mikilvægast í lífinu að skapa sínar eigin tekjur.

Og það gerði hún heldur betur. Bundni kjóllinn hennar varð óendanlega vinsæll. Árið 1975 framleiddi hún 15.000 kjóla á viku og hönnuninni klæddust hinar ólíkustu konur á borð við Betty Ford og Gloriu Steinem.

Diane Von Furstenberg er viðskiptamógull í sinni tærustu mynd.

Kjóllinn varð flíkin sem gerði allt fyrir konuna sem reyndi að gera allt, svipað og konan sem stóð á bak við hönnun hans.

Og ástæðan fyrir vinsældunum var óneitanlega vegna þess að í honum leið konum eins og þær langaði að líða í miðri kynlífsbyltingu: kynþokkafullum og óheftum og kjóllinn varð táknmynd fyrir frelsi kvenna á þessum tíma.

Bundni kjóllinn hennar Diane hentaði vel sem vinnuklæðnaður þar sem hann var bundinn þétt upp við líkamann en böndin voru leyst eftir vinnu til að mæta á diskótekið og ef tilefni gafst til var auðvelt að leysa hann með einu handtaki seinna um kvöldið.

Kjóllinn varð flíkin sem gerði allt fyrir konuna sem reyndi að gera allt, svipað og konan sem stóð á bak við hönnun hans. Hönnun Diane nýtur enn mikilla vinsælda í dag enda erfitt að finna klassískari hönnun sem hægt er að klæðast við hin ýmsu tilefni.

Donna Karan

Á níunda áratugnum, þegar konur kepptu við karla upp metorðastigann í viðskiptalífinu varð vöntun á fatnaði sem undirstrikaði metnaðinn og stöðu þeirra á vinnumarkaði. Árið 1984 kom á markað frá Donnu Karen fatalína sem bar nafnið Seven Easy Pieces, fatnaður sem konur gátu klæðst og liðið í senn bæði kvenlega og fagmannlega á vinnustaðnum.

Donna Karan lagði áherslu á nokkrar einfaldar flíkur sem hægt var að blanda saman að vild; samfellur, stuttermabolir og hnésíð pils urðu bestu vinir hinnar vinnandi konu. Karan varð sjálf táknmynd fyrir þá konu.

Donna Karan kvartaði undan því að það eina sem var í boði áður en hún kom til sögunnar var að klæðast karlmannlegum drögtum eða allt of fínlegum kjólum sem hentuðu ekki þeim sem voru úti á vinnumarkaðnum. Konur klæddust nokkurn veginn eins og karlmenn og það vantaði allan kvenlegan þokka.

Fatalínan hennar sendi öflug skilaboð og undirstrikaði konuna sem klæddist þeim en reyndi ekki að líkja eftir klæðnaði mannsins sem hún þurfti að standa uppi í hárinu á á skrifstofunni.

Í fyrsta sinn í sögunni var hægt að fá fatnað fyrir konur sem lét þær ekki líta út fyrir að vera karlkyns og gerði heldur ekki lítið úr þeim með sykursætri hönnun. Hún fyllti upp í plássið sem vantaði á milli röndóttu jakkafatanna og pífupilsa.

Fatalínan hennar sendi öflug skilaboð og undirstrikaði konuna sem klæddist þeim en reyndi ekki að líkja eftir klæðnaði mannsins sem hún þurfti að standa uppi í hárinu á á skrifstofunni.

Donna Karan lagði áherslu á nokkrar einfaldar flíkur sem hægt var að blanda saman að vild; samfellur, stuttermabolir og hnésíð pils urðu bestu vinir hinnar vinnandi konu. Karan varð sjálf táknmynd fyrir þá konu og bar einfalda og þægilega hönnun sína einstaklega vel. Ólíkt því sem þekktist hjá yngri kynslóðinni á þessum árum þá einbeitti Donna sér að því að hanna einfaldar flíkur úr þægilegum efnum en konur flykktust í verslanir hennar og tóku vel í nútímalega hönnunina og Donna varð ókrýnd drottning Sjöundu Breiðgötu.

Höfundur / Helga Kristjáns

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -