Laugardagur 7. desember, 2024
-3.2 C
Reykjavik

Vagga matarmenningar í Frakklandi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Vínsmökkun, vinsæl afþreying og vinalegt umhverfi einkennir Búrgúndí.

Myllan, eins og hún er kölluð, er í námunda við vínræktarhéraðið Chablis.

Búrgúndí er oft lýst sem vöggu víns- og matarmenningar í Frakklandi og frá bænum Commissey er stutt í öll helstu vínhéruð landsins. Þar er hægt að leigja gamla uppgerða myllu með öllum nútímaþægindum.

Myllan, eins og hún er kölluð, er í námunda við vínræktarhéraðið Chablis, í tveggja tíma akstursfjarlægð frá París í norðurhluta Búrgúndíhéraðs. Húsið sem var byggt árið 1838 var upphaflega mylla til að framleiða hnetuolíu en var síðar breytt í sögunarmyllu. Um miðja síðustu öld keypti fjölskylda sem bjó í París húsið og notaði það sem sumardvalarstað.

Landareign Myllunnar er í skógi vöxnum ávaxtagarði við ána Armancon sem rann á árum áður við Mylluna en þegar Búrgúndískipaskurðurinn, sem liggur frá Ermasundi í Miðjarðarhaf, var tekinn í notkun árið 1832 var árfarveginum breytt.

Myllunni hefur verið vel viðhaldið og þar eru öll helstu nútímaþægindi. Þar eru átta rúmgóð svefnherbergi og tvær stofur. Hún er með franska glugga sem opnast út að uppistöðulóni og notalegur árniður berst inn í húsið og á annarri hæðinni er útgengt á yfirbyggða verönd.

Myllunni hefur verið vel viðhaldið og þar eru öll helstu nútímaþægindi. Þar eru átta rúmgóð svefnherbergi og tvær stofur. Hún er með franska glugga sem opnast út að uppistöðulóni og notalegur árniður berst inn í húsið og á annarri hæðinni er útgengt á yfirbyggða verönd.

Hægt er að fá matreiðslukonu sem sérhæfir sig í matreiðslu á Búrgúndíréttum til að sjá um innkaup og elda mat úr hráefnum staðarins í eitt eða fleiri skipti.

Vínsmökkun og veitingastaðir

- Auglýsing -

Vínakrar eru allt í kring á svæðinu. Commissey liggur í nokkurra kílómetra fjarlægð frá vínhéruðunum Chablis og Irancy og um klukkutímaaakstur er til vínhéraðanna við Beaune, Côte d´Or, Sancerre og Champagne. Aðstandendur geta útvegað enskumælandi leiðbeinanda um vínsmökkun í heimsóknir á áhugaverða staði og til bænda og vínkaupmanna. Hægt er að gera frábær kaup á góðum vínum en mikilvægt er að fá góðar upplýsingar, enda eru vín á svæðinu misjöfn að gæðum.

Bærinn Flavigny-sur-Ozerain, þar sem kvikmyndin Chocolat var tekin, er í um klukkustundar akstursfjarlægð frá Myllunni.

Matur er ódýr og það sama á við um veitingastaði. Víða er boðið upp á frábæran mat á viðráðanlegu verði og aðstandendur myllunnar geta útvegað lista yfir áhugaverða veitingastaði og vínbændur.

Frægar borgir og fallegar hallir

- Auglýsing -

Auðvelt er að taka lest til Parísar, Dijon, Lyon, Euro Disney eða jafnvel að Miðjarðarhafinu og bærinn Troyes er í 60 kílómetra fjarlægð.

Svæðið hefur að geyma stórkostlega sögu, fallegar hallir, klaustur og fleira. Bæirnir Auxerre, Avallon, Dijon, Semur-en-Auxois, Noyers, Saulieau, Vezelay, Beaune, Autun eru innan seilingar ásamt bænum Flavigny-sur-Ozerain þar sem kvikmyndin Chocolat var tekin. Á svæðinu eru mörg flott listasöfn. Höllin í Tanley er í göngufjarlægð og örstutt er í höllina í Ancy-le-Franc, Epoisses og klaustrið í Fontenay þar sem sumir telja að iðnbyltingin hafi hafist.

Heimsókn í kirkjuna í Vezelay er ógleymanleg en frá henni er ein frægasta pílagrímaleið í Evrópu. Staðhæft er að líkamsleifar Maríu Magdalenu liggi í kirkjunni og bæði klaustrið og kirkjan eru á heimsminjaskrá UNESCO. Stórkostleg upplifun er að sjá líknarstofnanirnar Hospice í Beaune sem stofnað var árið 1443 og hótel guðs í Tonnerre sem stofnað var árið 1298.

Útivist og sport

Góð afþreying er fyrir börn á svæðinu sem geta leikið sér við uppistöðulónið hjá Myllunni og vinsælt er á sumrin að hoppa út í Armancon-ána. Níu holu mjög ódýr golfvöllur er í Tanlay sem er í um eins kílómetra fjarlægð og fleiri golfvellir eru á svæðinu. Í Tanlay eru einnig tennisvellir, körfubolta- og fótboltavöllur og fjölbreytt vatnasport er stundað í Armancon-ánni og Búrgúndískurðinum. Nokkur vötn eru skammt frá og þar er fjölbreytt þjónusta fyrir ferðamenn. Frábærar göngu- og hjólaleiðir eru í nágrenninu og hægt að leigja hesta eða stunda veiðar. Fimm reiðhjól fylgja húsinu og borðtennis og körfubolta er hægt að spila í skemmu sem fylgir myllunni. Tveggja tíma akstur er í ýmsa skemmtigarða svo sem Disneyland og Nicloland.

Veturinn hefur sína töfra þar sem villibráðin kemur á matseðilinn. Kalt getur verið í veðri en húsið er vel kynnt, notalegt er að sitja við kertaljós fyrir framan eld í kamínunni eftir góðan kvöldverð.

Í um 50 kílómetrafjarlægð er Morvan-þjóðgarðurinn sem er náttúruperla og þar er mikið af söfnum og allskonar afþreyingu. Við Morvan-þjóðgarðinn er þorpið Veselay sem er með vinsælustu ferðastöðum í Frakklandi.

Verslun og þjónusta

Mikil kyrrð er á svæðinu en samt sem áður er stutt í helstu þjónustu. Matarmarkaðir eru í næsta nágrenni flesta morgna og stutt í stórborgina Dijon eða Troyes. Útsölumarkaðirnir í Troyes eru þess virði að heimsækja en þar er einn stærsti útsölumarkaður Frakklands (outlet) með merkjavöru á borð við Levis, Lacoste, Charles Jordan, Laura Ashley, Diesel, Adidas, Petit Bateau, Timberland og Cyrillus svo dæmi séu tekin. Í Auxerre, sem meðal annars er þekkt fyrir ostagerð, er einn þekktasti fótboltaklúbbur í Frakklandi. Þá er vert að hafa í huga að Formúlu eitt kappakstur fer fram í byrjun júlímánaðar í borginni Nevers.

Mild veðrátta

Í Búrgúndí er meginlandsloftslag. Veðráttan á vorin er afar þægileg, fallegir akrar og allt er í blóma. Þar sem Commissey er á hásléttu eru sumrin mildari en sunnar í álfunni og húsið er hannað þannig að það er svalt þótt heitt sé úti. Mörgum þykir haustin samt fallegasti árstíminn. Vínuppskera fer fram um mánaðamótin september-október og á þessum tíma er veðrið milt, hiti á bilinu 18°–20°C yfir daginn. Veturinn hefur sína töfra þar sem villibráðin kemur á matseðilinn. Kalt getur verið í veðri en húsið er vel kynnt, notalegt er að sitja við kertaljós fyrir framan eld í kamínunni eftir góðan kvöldverð. Myllan er leigð til félagasamtaka júní, júlí og ágúst en vorin og haustin eru frábær tími á svæðinu.

Troyes er afar sjarmerandi bær og þar er hægt að gera góð kaup á risastórum útsölumörkuðum. Mynd / commons.wikimedia.org

Allar nánari upplýsingar eru á heimasíðunni myllan.wordpress.com.

Höfundur / Ragnhildur Aðalsteinsdóttir
Aðalmynd / www.pexels.com

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -