Föstudagur 13. september, 2024
2.8 C
Reykjavik

Vinaleg Gautaborg

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Birna Ágústsdóttir segir frá flottum stöðum í Gautaborg.

Birna Ágústsdóttir hefur búið í Gautaborg í 36 ár ásamt fjölskyldu sinni.

Birna Ágústsdóttir hefur búið í Gautaborg í 36 ár ásamt fjölskyldu sinni. Birna starfar sem túlkur í Gautaborg og nágrenni auk þess að vinna innan íslensku kirkjunnar í Gautaborg, mest með kirkjuskólann, og er formaður safnaðarnefndar. Hún er gift, á fjögur börn, þrjú barnabörn og nokkur bónusbörn. Það sem henni líkar einna helst við búsetuna ytra er að þar er ekkert lífsgæðakapphlaup, engin verðtryggð lán, vinalegt og hjálpsamt fólk og ekki það stress sem stundum finnst í stórborgum. Við fengum hana til að segja okkur frá nokkrum flottum stöðum á svæðinu.

Liseberg

Tívolíið Liseberg hefur upp á margt að bjóða. Fyrir utan öll tæki sem maður getur farið í þá er þessi garður alveg stórfenglegt listaverk. Þeir sem koma hingað verða að gefa sér tíma til að ganga um allan garðinn og uppgötva allar þær gróðalindir sem eru víðsvegar um garðinn, sérstaklega á „efra“ svæðinu. Það getur verið hrein unun að bara fara inn og fá sér kaffi og með því og njóta umhverfisins. Beint á móti aðalinngangi Liseberg er hótel sem heitir Gothia Towers og í einum af turnunum er veitingahús uppi á 23. hæð sem er með rækjubrauðsneiðar sem eru með þeim bestu sem til eru. Þaðan er líka dásamlegt útsýni.

Botaniska Trädgården

Þessi jurtagarður er stórfenglegur, þar eru plöntur víðsvegar úr heiminum sem búið er að rækta frá grunni svo þær aðlagist sænsku veðurfari. Hver árstími hefur upp á eitthvað sérstakt að bjóða. Þar geta verið listasýningar eða annað bæði í garðinum og gróðurhúsinu, einnig er hægt að fá sýningar með leiðsögumanni. Hinum megin við götuna er Slottskogen þar sem er að finna lítinn dýragarð með sænskum dýrum þar á meðal „barnadýragarð“ þar sem börn geta farið inn og klappað dýrunum. Þar er einnig flottur leikvöllur sem heitir Plikta þar sem börn geta unað sér í langan tíma.

Hér er mikið af smáverslunum, frábærum kaffihúsum og þar á meðal eitt sem er þekkt fyrir stærstu kanilsnúðanna í Gautaborg. Á haustin eru þar bændamarkaðir á laugardögum og í desember eru þar jólamarkaðir.

Saluhallen við Kungstorget

- Auglýsing -

Saluhallen við Kungstorget er stór matarmarkaður. Húsið var tekið í notkun 1889, er 14.000 fermetrar, rýmdi 92 „verslanir“ og er byggt úr járni og gleri. Þarna er hægt að kaupa í matinn frá stórum hluta heimsins, bæði tilbúin mat en líka það sem maður vill laga heima. Fiskur, kjöt, ostar, grænmeti, sælgæti, kaffihús, litlir veitingarstaðir með meiru, allt undir sama þaki. Oft eru líka sölutjöld úti á torginu þar sem bændur frá nágrenninu koma og selja sínar afurðir.

Hverfið Haga

Hér áður þótti ekki fínt að búa í þessu hverfi og var byrjað að rífa það niður í kringum 1980. Þegar uppgötvaðist að borgarmyndin breyttist töluvert var hætt að rífa og sum af húsunum héldu gamla byggingarstílunum. Hér er mikið af smáverslunum, frábærum kaffihúsum og þar á meðal eitt sem er þekkt fyrir stærstu kanilsnúðanna í Gautaborg. Á haustin eru þar bændamarkaðir á laugardögum og í desember eru þar jólamarkaðir.

- Auglýsing -

Skerjagarðurinn

Í Saluhallen við Kungstorget er hægt að kaupa í matinn frá stórum hluta heimsins, bæði tilbúin mat en líka það sem maður vill laga heima. Mynd/W. Bulach

Gaman er að taka strætóbát frá Saltholmen út á eyjarnar, helst að fara alla leið út á Vrångö sem er lengst burtu.

Annars er sama hvaða eyju farið er í land á til að skoða. Það er hægt að kaupa dagskort í strætó og þá getur maður farið á milli og skoðað allar eyjarnar.

Þetta gildir kannski meira á sumrin, það er lítið gaman að flakka þar þegar er rok og rigning.

Vesturströndin

Síðast en ekki síst, ef maður hefur bíl til umráða, þá er frábært að skoða vesturströndina. Þar eru margir skemmtilegir staðir svo sem Nordens Ark-dýragarður þar sem unnið er að vernda dýr í útrýmingarhættu, Smögen sem er lítið fiskiþorp þar sem verbúðunum hefur verið breytt í verslanir og veitingastaði.

Ekki langt þaðan er Fjällbacka sem bækurnar hennar Camilla Läckberg fjalla um og svo er hægt að keyra upp að gömlu Svinesund-brúnni, leggja bílnum og ganga yfir til Noregs. Það þarf bara að fara út á hálfa brúnna, þar er merking sem stendur Svíþjóð og svo Noregur.

Gautaborg er næst stærsta borg Svíþjóðar og stærsta borgin á vesturströndinni. Mynd/commons.wikimedia.org

Höfundur / Ragnhildur Aðalsteinsdóttir

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -