Þriðjudagur 25. júní, 2024
7.1 C
Reykjavik

Vinsælar jólaborgir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þó að mörgum finnist best að vera heima hjá sér á aðventunni og um jólin eru alltaf einhverjir sem nota þennan árstíma til ferðalaga.

Við Effel-turninn er skautasvell fyrir fjölskylduna.

París – trjágöngin töfrum líkust
París er ein rómantískasta borg heims, ekki síst yfir jólatímann þegar hún er böðuð í ljósum og skreytingum. Þar er mikið um að vera fyrir fólk á öllum aldri, fjölbreyttir tónleikar eru víða um borgina, kórar syngja og ýmsir viðburðir. Jólin eiga það til að kalla fram börnin í okkur öllum þannig að hvort sem þú ferðast með börn eða ekki þá skaltu njóta alls sem borgin hefur upp á að bjóða. Við Effel-turninn er skautasvell fyrir fjölskylduna, markaðir eru víðs vegar um borgina og jólaljósin sem prýða Effel-turninn, Sigurbogann og brýr og fleiri mannvirki lýsa svo sannarlega upp skammdegið. Ljósin á trjánum á götunni Champs Elysees eru töfrum líkust og gaman að fara hring í stóra parísarhjólinu og virða útsýnið fyrir sér. Stórverslunin Galeries Lafayette er ein af þeim byggingum sem böðuð er ljósum að utan og innan og hana er mjög gaman að skoða, Notre Dam-kirkjan er afar hátíðleg og ef þið eruð svöng þá skuluð þið endilega fá ykkur heita pönnuköku með Nutella hjá götusölunum.

New York – borgin sem aldrei sefur
New York er virkilega jólaleg allt frá miðjum nóvember og óhætt að segja að borgin sé sveipuð mikilli ljósadýrð og fallegum jólaskreytingum. Mikið er um að vera bæði á götum úti og innandyra þar sem ýmsir viðburðir eru í boði. Líf og fjör er í verslunum og hægt að gera fínustu kaup eða njóta þess einfaldlega að ganga niður Fifth Avenue og skoða í gluggana. Alger skylda er að fara á skauta á skautasvellinu í Rockefeller Center undir hinu dásamlega himinháa jólatré og ekki má heldur missa af því að hitta jólasveininn. Svo er bara að njóta þess að fá sér gott að borða og fara inn á lítil sæt kaffihús og fá sér góðan kaffibolla eða heitt súkkulaði. Passið bara að vera vel klædd því það getur verið kalt á þessum árstíma.

New York er virkilega jólaleg allt frá miðjum nóvember og óhætt að segja að borgin sé sveipuð mikilli ljósadýrð og fallegum jólaskreytingum.

Akureyri – litla, vinalega „stórborgin“
Þó að Akureyri teljist ekki til borga þá hefur hún allt til alls eins og stórborg en er á sama tíma svo agnarlítil og krúttleg. Þar er hægt að fara á tónleika og í leikhús, njóta lífsins á vinalegum kaffihúsum, fara út að borða á veitingastöðum á heimsklassa og rölta um og njóta fallegra jólaljósa. Stróka í búðir og þá sérstaklega í gamla Bókval, snuðra í bókum og kaupa sér nokkrar, fara í Bakaríið við brúna og fá sér gott brauð að borða.

Borgin er mjög jólaleg í desember og yndislegt að fara á Strikið, borða eplaskífur og njóta þess að rölta um og skoða jólaljósin.

Kaupmannahöfn – jólin byrja í Tívolí
Kaupmannahöfn er í uppáhaldi hjá mörgum enda vinaleg og heillandi borg sem er mörgum Íslendingum hugleikin en margir þeirra hafa búið þar í lengri eða skemmri tíma. Borgin er mjög jólaleg í desember og yndislegt að fara á Strikið, borða eplaskífur og njóta þess að rölta um og skoða jólaljósin. Nauðsynlegt er að fara í Tívolíið, það er einstaklega jólalegt og fallegt frá miðjum nóvember og fram yfir áramót. Það var árið 1994 sem farið var að opna Tívolíið á þessum tíma en áður hafði það aðeins verið opið yfir sumartímann, eða í 151 ár. Þar sem Danir eru þekktir fyrir bjórmenningu þá er ekki amalegt að skella sér inn á nærliggjandi veitingastað og fá sér gott að borða og ískaldan jólabjór.

Berlín – paradís jólamarkaðanna
Berlín er æðisleg í desember, fallega skreytt og dásamlegir jólamarkaðir um allt eins og venja er í þýskum borgum. Í Berlín er meiri nútímabragur yfir jólamörkuðunum en annars staðar í Þýskalandi og þeir eru staðsettir um alla borgina. Sá vinsælasti og mest heimsótti er í kringum Kaiser Wilhelm Gedächtniskirche og flott að sjá alla básana í kringum kirkjuna. Kirkjan varð fyrir árás í síðari heimsstyrjöldinni og rústir hennar standa enn til minningar um stríðið. Fjölbreyttir viðburðir eru í boði og borgin angar af ristuðum möndlum, heitu súkkulaði og jólaglöggi.

Berlín er æðisleg í desember, fallega skreytt og dásamlegir jólamarkaðir um allt eins og venja er í þýskum borgum.

Höfundur / Ragnhildur Aðalsteinsdóttir
Myndir / www.pexels.com

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -