Sunnudagur 19. maí, 2024
5.8 C
Reykjavik

„Hægt að treysta langflestum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á bænum Silfurtúni á Flúðum rækta Eiríkur Ágústsson og Olga Lind Guðmundsdóttir jarðarber og tómata auk hindberja í litlu magni. Uppskerutíminn stendur nú sem hæst enda jarðarber með sanni sumarávöxtur.

„Jarðarberjaplönturnar eru til staðar allan ársins hring en við uppskerum í um það bil níu mánuði,“ segir Eiríkur sem tekur á móti okkur í Silfurtúni en Olga þurfti óvænt að bregða sér í bæinn.

„Eftir að við fórum að lýsa hluta af gróðrarstöðinni lengdist uppskerutímabilið um einn og hálfan mánuð í báða enda. Við byrjum að tína fyrripartinn í mars og getum verið að tína fram í miðjan desember. Þá er uppskerunni lokið og plönturnar þurfa hlé yfir veturinn áður en þær blómstra á ný. Hver planta nýtist tvisvar þannig að háveturinn fer í að snyrta plöntur sem nota á aftur og koma þeim í kaldara loftslag.

Mynd / Hákon Davíð Björnsson

Þá gróðursetjum við einnig nýjar plöntur, græðlinga sem við kaupum, í húsunum sem í er lýsing og hreinsum að auki öll húsin til að gera þau klár fyrir næsta tímabil. Við plöntum í húsin á mismunandi tíma til að dreifa uppskerunni og hafa alltaf eitthvað flæði inn á markaðinn. Ferlið með hverja plöntu tekur fimm mánuði, frá gróðursetningu og þangað til allt hefur verið tínt af plöntunum.“

Eiríkur segir að jarðarberin séu best beint af plöntunni því þá sé hitastigið á berinu fullkomið. „Það á ekki að borða þau ísköld, þau eru bragðsterkari við stofuhita. En auðvitað þarf að geyma berin í kæli, gott er að taka þau út eitthvað áður en þeirra er neytt, til að þau hafi jafnað sig.“

Mynd/Hákon Davíð Björnsson

Sjálfsafgreiðsla í litlum skúr

- Auglýsing -

Nánast öll uppskeran í Silfurtúni er seld í gegnum Sölufélag garðykjumanna, en fyrir framan gróðrarstöðina eru þau með lítinn söluskúr með sjálfsafgreiðslu.

„Það hefur komið í ljós að í okkar þjóðfélagi er hægt að treysta langflestum.“

„Þar getur fólk keypt tómata og jarðarber og annaðhvort skilið eftir peninga eða lagt inn á reikning fyrir kaupunum. Það svarar ekki kostnaði að vera með starfsmann í þessu og þetta hefur gengið vel svona. Það hefur komið í ljós að í okkar þjóðfélagi er hægt að treysta langflestum.“

Uppskeruhandbók Gestgjafans 2020. Forsíðumynd/Hákon Davíð Björnsson

Ítarlegra viðtal við Eirík og flottar myndir eru í Uppskeruhandbók Gestgjafans, 8. tbl. 2020.

- Auglýsing -

Tryggðu þér áskrift að Gestgjafanum í vefverslun >

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -