Birnir er kominn aftur á kreik

Fyrir stuttu sendu tónlistarmennirnir Birnir og Lil Binni (ClubDub) frá sér smáskífuna Moodboard sem kom mörgum á óvart.

Á Moodboard eru fjögur lög og á henni koma einnig fram tónlistarmennirnir Whyrun og Ferrari Aron.

Á dögunum talaði Birnir opinskátt um áfengis- og eiturlyfjafíkn sem hann hefur glímt við en hann var að koma úr meðferð í Svíþjóð. Birnir er á góðum stað í dag og aðdáendur hans ættu að vera ánægðir með að hann sé kominn aftur á kreik.

„Ég er í ógeðslega góðu jafnvægi. Ég er byrjaður að hugleiða mjög mikið, geri það á hverjum degi,“ sagði Birnir í samtali við útvarpsþáttinn Skoðanabræður.

Moodboard er virkilega þétt plata og óhætt er að mæla með að fólk hlusti á hana.

AUGLÝSING


Ekki missa af þessum

Annað áhugavert efni