Miðvikudagur 21. febrúar, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Draumurinn að túra um heiminn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

JóiPé og Króli hafa náð miklum vinsældum frá því þeir skutust upp á stjörnuhimininn með lagi sínu, B.O.B.A árið 2017. Í miðjum kjarnorkuvetri er fjórða platan sem þeir félagar gefa út og inniheldur hún hvorki meira né minna en nítján lög. Þegar Albumm náði tali af Jóa voru þeir kappar í miðjum klíðum við vinnslu plötunnar.

„Fólk má í raun bara dæma plötuna sjálft, hvort hún er eitthvað öðruvísi en hinar plötunar. Er ekki alltaf best að renna svolítið blint í sjóinn þegar maður hlustar á nýjar plötur,“ segir Jói, þegar hann er spurður hvort platan Í miðjum kjarnorkuvetri sé mikið frábrugðin fyrri verkum þeirra félaga.

Jói segir að í raun sé platan bara eðlileg þróun á fikti einstaklinga við listsköpun; skortur á fjölbreytileika feli í sér ákveðna stöðnun, en platan var tvö ár í vinnslu og koma ýmsir góðir gestir fram á henni: GDRN, Bríet, Auður, Hipsumhaps og fleiri.

Af hverju ákváðuð þið að hafa nítján lög, það er frekar sjaldgæft að plötur í dag innihaldi svona mörg lög? „Það liggur í raun dálítið í augum uppi um leið og fólk hlustar á plötuna til enda,“ segir hann, „því þetta er saga sem við segjum í nítján lögum.“

Í miðjum kjarnorkuvetri er fjórða platan sem þeir félagar gefa út.

Hvernig upplifið þið annars íslensku rappsenuna og sjáið þið fyrir ykkur að þið eigið eftir að túra eitthvað erlendis? „Okkur finnst íslenska rappsenan geggjuð, hún er svo fjölbreytt og skemmtileg. Og já, draumurinn okkar er klárlega að spila erlendis og fá að túra um heiminn.“

„Við höldum útgáfutónleika þegar tækifæri gefst, en annars ætlum við bara að halda áfram að æfa okkur í pílukasti.“

Þið hafið nú án efa upplifað ýmislegt frá því að þið skutust upp á stjörnuhimininn. Eigið þið ekki einhverja skemmtilega „rokksögu“ til að deila með lesendum? „Skemmtilegasta rokksagan okkar er líklegast þegar við spiluðum á G-festival í Færeyjum og fólk frá mörgum löndum söng og dansaði með,“ segir Jói og bætir við að þetta hafi bæði verið mjög gaman og eftirminnilegt.

- Auglýsing -

Hvað er svo fram undan hjá ykkur?Við höldum útgáfutónleika þegar tækifæri gefst, en annars ætlum við bara að halda áfram að æfa okkur í pílukasti,“ segir hann og kímir.

Texti / Sigrún Guðjohnsen

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -