Föstudagur 29. mars, 2024
4.8 C
Reykjavik

Eins og högg í andlitið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hljómsveitin ROHT hefur heldur betur vakið athygli að undanförnu. Þannig hafa flestir tónlistarspekúlantar landsins hampað í hástert plötu sveitarinnar Iðnsamfélagið og framtíð þess, sem kom út á seinasta ári og eru sammála um að þar sé á ferð sé ein besta rokkplata ársins 2018.

Hljómur plötunnar þykir vera eins og högg í andlitið, bæði kraftimikill og hrár. Bandaríska plötuútgáfan Iron Lung Records annast útgáfuna en fyrirtækið þykir vera eitt það framsæknasta þegar kemur að rokktónlist.

Það eru Júlía Aradóttir og Þórir Georg Jónsson sem skipa sveitina en þau hafa verið áberandi í íslensku neðanjarðartónlistarsenunni í þónokkur ár. Ýmislegt er á döfinni hjá þeim skötuhjúum en þau munu meðal annars koma fram í Edinborg 19. apríl og í Manchester 22. apríl.

Hægt er að finna tónlist ROHT bæði á rroohhtt.Bandcamp.com og á Albumm.is.

Þeir sem vilja heyra ósvikið hrátt rokk og fá smáfútt í lífið ættu ekki að hika við að skella á play og hækka í botn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -