Mánudagur 17. júní, 2024
9.8 C
Reykjavik

„Ekkert tryggt að fólk fari að gráta“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tónlistarkonan Karítas var að senda frá sér plötuna Songs 4 Crying. Platan er unnin í nánu samstarfi við Daða Frey Ragnarsson sem sá um allar útsetningar plötunnar.

 

Helgi Sæmundur sá um mix og masteringu og Einar Stef í Vök og Hatara sá um trommuslátt í laginu She Can’t Love You.

„Við Daði kynntumst að sjálfsögðu á Prikinu en ég hef verið að plötusnúðast á kvöldum þar sem rapparar koma fram og hef meðal annars séð um undirspil fyrir hann,“ segir Karítas. „Svo þegar ég heyrði plötuna hans, Klámstjarna, í fyrra ákvað ég að senda á hann línu og athuga hvort hann væri til í að pródúsera fyrir mig nokkur lög og hann tók frekar vel í það, þrátt fyrir að hafa aldrei heyrt mig syngja.“

Karítas kíkti í stúdíóið til Daða, lagið Burn varð til og í framhaldi gengu upptökurnar frekar hratt fyrir sig. „Til að lýsa plötunni í nokkrum orðum þá myndi ég segja að hún sé myrk, berskjölduð, melankólísk, rómantísk og dapurleg, á góðan hátt. Ég veit eiginlega ekki af hverju ég lét hana heita Songs 4 Crying, mér fannst það bara passa við. Það er hins vegar ekkert tryggt að fólk fari að gráta, en ef svo er þá er það bara geggjað,“ segir Karítas að lokum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -