Sunnudagur 28. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Fallegt og hugljúft lag frá Raven

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Raven, eða Hrafnhildur eins og hún heitir, er ung söngkona og lagahöfundur á uppleið. Sumir þekkja Raven úr hljómsveitinni White Signal, en hún hefur undanfarið einbeitt sér að sólóefni og sendi nýverið frá sér lagið Hjartað tók kipp.

Texti lagsins er afar angurvær en hann fjallar um sambandsslit og aðila með brostið hjarta sem reynir að skilja hvers vegna hin manneskjan gafst upp. Þrátt fyrir sorglega sögu er lagið sjálft nokkuð kraftmikið og gefur tilfinningu um einhverja von og skilning.

Hjartað tók kipp var fullsamið á aðeins nokkrum klukkutímum, að sögn höfundar, og textinn og form lagsins hefur haldið sér síðan þá. Lagið er fyrsta lag Raven á íslensku, en í sumar gaf hún út stærri og poppaðri útgáfu af lagi sínu Half of me sem hafði hingað til bara verið til í órafmagnaðri útgáfu á streymisveitum og notið vinsælda þar.

Þess má geta að Raven stefnir á að gefa út sex laga EP-plötu (stuttskífu) á næstu mánuðum.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -